fbpx
Fimmtudagur 13.maí 2021
Fókus

Rosalegt myndband vekur hræðslu hjá mörgum – Myndir þú þora þessu?

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 17. desember 2020 14:41

Skjáskot úr myndbandinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona að nafni Mairy Rose birti myndband í vikunni sem hefur vægast sagt vakið gífurlega athygli. Myndbandið hefur vakið mikla hræðslu hjá mörgum enda er það afar óhugnanlegt.

„Lífið á brúninni, það er fallegt hérna,“ skrifar Mairy með myndbandinu sem hefur fengið rúmlega 300.000 hjörtu á samfélagsmiðlinum Twitter. Í myndbandinu má sjá hana liggja á brúninni á fossi en ef hún skyldi detta niður fossinn væri fallið virkilega hátt.

Í athugasemdunum við myndbandið má sjá að margir myndu aldrei leika sama leik og Mairy vegna ótta við það að falla. „Þetta er einfaldlega heimskulegt,“ segir síðan kona nokkur í athugasemdunum. „Kenndi mamma þín þér ekki að gera ekki svona heimskulega hluti bara því einhver manaði þig til þess?“

Margir hafa þó bent á að þrátt fyrir að þetta líti út fyrir að vera virkilega hættulegt þá er það ekki endilega raunin. Myndbandið er nefnilega tekið upp í Mosi-oa-Tunya fossinum eða Viktoríufoss eins og hann er oft kallaður. Þar sem konan liggur er víst steinn sem sér til þess að maður detti ekki fram af.

„Þetta er ekki eins hættulegt og þetta lítur út fyrir að vera,“ segir kona nokkur sem útskýrir þetta. „Þetta er mjög vinsæll túristastaður!“ segir hún enn fremur.

Hér fyrir neðan má sjá myndbandið sem um ræðir. Myndir þú þora að slaka á þarna eins og Mairy gerir?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Þolendur stíga fram – „Mig langar ekki að vera í þessum líkama og oft langar mig ekki til að lifa“

Þolendur stíga fram – „Mig langar ekki að vera í þessum líkama og oft langar mig ekki til að lifa“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir fólk ljúga upp á Vefjuna eftir umdeildu ummæli Reynis – „Gjörsamlega búið að dauðadæma okkur og fyrirtækið okkar“

Segir fólk ljúga upp á Vefjuna eftir umdeildu ummæli Reynis – „Gjörsamlega búið að dauðadæma okkur og fyrirtækið okkar“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Faðirinn sem setti líf fjölskyldunnar á netið – Skandallinn og klámstjarnan

Faðirinn sem setti líf fjölskyldunnar á netið – Skandallinn og klámstjarnan
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sakamál – Óleysta ráðgátan á bak við Thomas Brown-hvarfið

Sakamál – Óleysta ráðgátan á bak við Thomas Brown-hvarfið