fbpx
Sunnudagur 17.janúar 2021
Fókus

„Hér eru fleiri kynþokkafullar myndir af mér fáklæddri“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 15. desember 2020 11:00

Þórunn Antonía.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndir söngkonunnar Þórunnar Antoníu Magnúsdóttur vöktu talsverða athygli í gær. Eftir að hafa heyrt að vinkonur vinkvenna hennar voru „sjokkeraðar“ yfir mynd af henni í rauðri blúndusamfellu birti hún fleiri myndir úr sömu myndatöku.

Sjá einnig: Þórunn Antonía frétti að mynd af henni hefði „sjokkerað“ vinkonur vinkvenna sinna – Þá deildi hún þessu

Myndirnar og skilaboðin með myndunum slógu heldur betur í gegn hjá netverjum. Það er óhætt að segja að færslan hafi vakið athygli, DV fjallaði um hana í gær ásamt fleiri íslenskum miðlum.

Þórunn lætur athyglina ekki á sig fá og birtir fleiri kynþokkafullar myndir.

„Hér eru fleiri sexy myndir af mér fáklæddri. Reyndar ekkert jólatré en yoga bolti og hláturgas,“ segir Þórunn Antonía og birtir tvær myndir frá fæðingu sonar síns.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by thorunnantonia (@thorunnantonia)

„Fyrrverandi kærasti, sem ég bauð að vera viðstaddan fæðinguna til að mynda samstundis tengingu við son sinn, tók þessar myndir. Þetta eru alvöru sexy myndir. Styrkur. Hugrekki. Þor. Þrautseigja. Mildi. Húmor. Gleði. Hjarta sár og kona að koma barni í heiminn eftir áhættu meðgöngu,“ segir hún.

„Þarna er ég á öðrum degi fæðingar ferlisins sem hófst á því að ég fékk einkabíl með blikkandi ljósum beint upp á fæðingardeild. Ferðalagið var fallegt. Lærdómsríkt og endaði í bráðakeisara. Konur eru lífið. Við erum sjórinn, bryggjan og brúin til landsins. Áfram konur í öllum stærðum og gerðum.“

Þórunn birti færsluna fyrir tæpum sólarhring og hafa um 1400 manns líkað við hana.

„Fallegt að lesa þetta, dýrmætt,“ segir einn netverji.

„Alvöru mynd,“ segir annar.

„TAKK FYRIR ÞETTA INNLEGG!! KV konan sem var að unga út barni,“ segir ein kona.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Mæðgur tóku þungunarpróf saman – Bjuggust ekki við þessu

Mæðgur tóku þungunarpróf saman – Bjuggust ekki við þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég er ástfanginn af uppáhalds vændiskonunni minni“

„Ég er ástfanginn af uppáhalds vændiskonunni minni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tengdamæður frá helvíti – „Hún kenndi tveggja ára barninu mínu að kalla mig tík“

Tengdamæður frá helvíti – „Hún kenndi tveggja ára barninu mínu að kalla mig tík“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslendingar deila hvað þeir keyptu fyrir fermingarpeningana í denn

Íslendingar deila hvað þeir keyptu fyrir fermingarpeningana í denn