Mánudagur 01.mars 2021
Fókus

Alex er í molum – „Við hringdum á neyðarlínuna eftir að það byrjaði að blæða“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 14. desember 2020 18:00

Mynd: Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alex Reid, leikari og fyrrum bardagakappi, greindi í dag frá mikilli sorg sem hann gengur nú í gegnum. Ástæðan fyrir sorginni er að unnusta hans, Nicola Manashe, missti nýlega fóstur.

Nicola var ólétt af tvíburum en nú er aðeins annar tvíburanna á lífi. „Við misstum einn af tvíburunum,“ segir Alex og bætir við tjákni af hjarta sem er brotið.

„Sorglegar fréttir. Nicola átti skelfilegan dag í dag. Við hringdum á neyðarlínuna eftir að það byrjaði að blæða en guði sé lof fyrir kærleiksríka lækninn, Dr. Venkat, sem róaði einangraðu og áhyggjufullu konuna klukkan 5 í nótt.“

Alex greindi frá fósturmissinum á Instagram-síðu sinni en hann deildi sónarmynd með færslunni. Þau fóru í sónarmyndatöku eftir fósturmissinn til að athuga hvort hinn tvíburinn væri ekki örugglega í góðu lagi.

„Læknirinn staðfesti að barnið væri í góðu lagi og mamman og barnið eru komin heim að hvíla sig,“ segir Alex og birtir settan dag barnsins. „16. júlí. Við munum aldrei gleyma hinu barninu sem mun nú verða verndarengill fyrir tvíburann sinn.“

Nicola og Alex hafa átt erfitt með að eignast barn en fengu loksins góðar fréttir þegar Nicola varð ólétt eftir að hafa farið í tæknifrjóvgunaraðgerð. Fósturmissirinn er ekki sá fyrsti sem parið lendir í en þau hafa gengið í gegnum það samtals fimm sinnum á undanförnum tveimur árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Ógleymanlegasta stundin í lífi Óttars Guðmundssonar – Ég hef aldrei aftur náð þessari alsælu

Ógleymanlegasta stundin í lífi Óttars Guðmundssonar – Ég hef aldrei aftur náð þessari alsælu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta eru karlarnir sem þykja bestu rekkjunautarnir

Þetta eru karlarnir sem þykja bestu rekkjunautarnir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir 15 ára stúlku vera næsta sigurvegara American Idol

Segir 15 ára stúlku vera næsta sigurvegara American Idol
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kourtney Kardashian og fyrrverandi eiginkona kærastans fara í hart á Instagram

Kourtney Kardashian og fyrrverandi eiginkona kærastans fara í hart á Instagram
Fókus
Fyrir 4 dögum

Beið í tvö ár með að fá sér húðflúrið – Hefði ekki getað valið verri tíma

Beið í tvö ár með að fá sér húðflúrið – Hefði ekki getað valið verri tíma
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrverandi fangi leysir frá skjóðunni – Kynlífstæki úr sápum og virðingarstigi fanganna

Fyrrverandi fangi leysir frá skjóðunni – Kynlífstæki úr sápum og virðingarstigi fanganna