fbpx
Föstudagur 22.janúar 2021
Fókus

Alex er í molum – „Við hringdum á neyðarlínuna eftir að það byrjaði að blæða“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 14. desember 2020 18:00

Mynd: Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alex Reid, leikari og fyrrum bardagakappi, greindi í dag frá mikilli sorg sem hann gengur nú í gegnum. Ástæðan fyrir sorginni er að unnusta hans, Nicola Manashe, missti nýlega fóstur.

Nicola var ólétt af tvíburum en nú er aðeins annar tvíburanna á lífi. „Við misstum einn af tvíburunum,“ segir Alex og bætir við tjákni af hjarta sem er brotið.

„Sorglegar fréttir. Nicola átti skelfilegan dag í dag. Við hringdum á neyðarlínuna eftir að það byrjaði að blæða en guði sé lof fyrir kærleiksríka lækninn, Dr. Venkat, sem róaði einangraðu og áhyggjufullu konuna klukkan 5 í nótt.“

Alex greindi frá fósturmissinum á Instagram-síðu sinni en hann deildi sónarmynd með færslunni. Þau fóru í sónarmyndatöku eftir fósturmissinn til að athuga hvort hinn tvíburinn væri ekki örugglega í góðu lagi.

„Læknirinn staðfesti að barnið væri í góðu lagi og mamman og barnið eru komin heim að hvíla sig,“ segir Alex og birtir settan dag barnsins. „16. júlí. Við munum aldrei gleyma hinu barninu sem mun nú verða verndarengill fyrir tvíburann sinn.“

Nicola og Alex hafa átt erfitt með að eignast barn en fengu loksins góðar fréttir þegar Nicola varð ólétt eftir að hafa farið í tæknifrjóvgunaraðgerð. Fósturmissirinn er ekki sá fyrsti sem parið lendir í en þau hafa gengið í gegnum það samtals fimm sinnum á undanförnum tveimur árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Lúxusafmælisveislur áhrifavalda – Sólrún Diego og Tinna Bk fögnuðu með glæsibrag í gær

Lúxusafmælisveislur áhrifavalda – Sólrún Diego og Tinna Bk fögnuðu með glæsibrag í gær
Fókus
Fyrir 2 dögum

Endurnýtir túrtappana sína – „Mér fannst þetta líka smá ógeðslegt fyrst“

Endurnýtir túrtappana sína – „Mér fannst þetta líka smá ógeðslegt fyrst“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hannes birtir einstakar myndir af Davíð Oddssyni

Hannes birtir einstakar myndir af Davíð Oddssyni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Feminísk kvikmyndahátíð – Meðal annars stuttmynd úr undirheimum Reykjavíkur

Feminísk kvikmyndahátíð – Meðal annars stuttmynd úr undirheimum Reykjavíkur
Fókus
Fyrir 5 dögum

Mæðgur naktar saman í Playboy

Mæðgur naktar saman í Playboy
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ásmundur fylgdi tengdasyni sínum til grafar í dag – „Við eigum góðar minningar um dugnaðar tengdason“

Ásmundur fylgdi tengdasyni sínum til grafar í dag – „Við eigum góðar minningar um dugnaðar tengdason“