fbpx
Föstudagur 22.janúar 2021
Fókus

Lína Birgitta dekrar við Gumma með hverri gjöfinni á fætur annarri

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 10. desember 2020 14:08

Lína Birgitta og Gummi kíró. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnukírópraktorinn Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi kíró, fagnar fertugsafmæli í dag. Kærasta hans og athafnakonan Lína Birgitta Sigurðardóttir hefur verið að dekra við hann undanfarinn sólarhring.

Hún leyfir fylgjendum sínum á Instagram að fylgjast með veislunni. Þetta byrjaði á því að Lína Birgitta pakkaði í töskur í gær og fór og sótti Gumma með skottið fullt af gjöfum.

Mynd/Instagram
Mynd/Instagram

Þau byrjuðu á því að fara á Þingvelli að skála og þar fékk Gummi fyrsta pakkann.

Næst tók við kvöldmatur, heitur pottur og gisting á Hótel Grímsborgum.

Mynd/Instagram
Mynd/Instagram

Lína gaf síðan Gumma Moët kampavínsflösku sem var sérmerkt honum. Hún sagðist ekki vera í samstarfi með Moët og hafa keypt flöskuna sjálf.

Mynd/Instagram

Síðan var auðvitað farið í heita pottinn. Þegar þau vöknuðu fékk Gummi annan pakka, hálsmen með nöfnum barna sinna.

Mynd/Instagram
Mynd/Instagram
Mynd/Instagram
Mynd/Instagram

Afmælisveislan er þó ekki búin og tekur næsta ævintýri við. Ef þú vilt fylgjast með parinu geturðu gert það hér.

Parið virðist vera duglegt að dekra hvort við annað. Þegar Lína átti afmæli í mars þá bauð Gummi henni í svipaða ævintýraveislu.

Sjá einnig: Ekkert til sparað hjá Gumma „kíró“ á afmælisdag Línu Birgittu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Lúxusafmælisveislur áhrifavalda – Sólrún Diego og Tinna Bk fögnuðu með glæsibrag í gær

Lúxusafmælisveislur áhrifavalda – Sólrún Diego og Tinna Bk fögnuðu með glæsibrag í gær
Fókus
Fyrir 2 dögum

Endurnýtir túrtappana sína – „Mér fannst þetta líka smá ógeðslegt fyrst“

Endurnýtir túrtappana sína – „Mér fannst þetta líka smá ógeðslegt fyrst“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hannes birtir einstakar myndir af Davíð Oddssyni

Hannes birtir einstakar myndir af Davíð Oddssyni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Feminísk kvikmyndahátíð – Meðal annars stuttmynd úr undirheimum Reykjavíkur

Feminísk kvikmyndahátíð – Meðal annars stuttmynd úr undirheimum Reykjavíkur
Fókus
Fyrir 5 dögum

Mæðgur naktar saman í Playboy

Mæðgur naktar saman í Playboy
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ásmundur fylgdi tengdasyni sínum til grafar í dag – „Við eigum góðar minningar um dugnaðar tengdason“

Ásmundur fylgdi tengdasyni sínum til grafar í dag – „Við eigum góðar minningar um dugnaðar tengdason“