fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Ástrós rifjar upp fallega jólaminningu með Bjarka -„Það var grátið og hlegið“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 10. desember 2020 15:13

Ástrós, Bjarki og Emma.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gestir Einkalífsins á Vísi rifja upp eftirminnilegustu jólaminninguna í sérstökum jólaþætti sem var að koma út í dag.

Þau sem koma fram í þættinum eru Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Ragnheiður Ragnarsdóttir, Sigmar Vilhjálmsson, Helgi Jean Claessen, Þorkell Máni Pétursson, Jón Gunnar Geirdal, Sigrún Ósk Kristjánsdóttir og Ástrós Rut Sigurðardóttir.

Í þættinum segir Ástrós Rut fallega sögu af því þegar hún komst að því að hún væri ólétt af Emmu Rut, barni hennar og eiginmanns hennar, Bjarka Má Sigvaldason, sem lést í júní í fyrra eftir langa baráttu við krabbamein.

Falleg minning

Það var desember og Ástrós var nýbúin að fá að vita að hún væri ólétt af Emmu.

„Ég þurfti að bíða í nokkra daga. Bjarki var upp á spítala, hann ætlaði að koma til okkar á aðfangadag um kvöldið og ég var búin að taka próf og fékk jákvætt, nokkrum dögum fyrir aðfangadag. Það var sem sagt sama morgun og hann var að fara í heilaskurðaaðgerð. Ég ákvað að taka próf af því bara, ef ég fengi neikvætt myndi ég taka aftur seinna, en ef ég fengi jákvætt gæti ég sagt honum það áður en hann færi í aðgerðina,“ segir hún og bætir við að þau hafi farið í glasafrjóvgun. „Ég fékk jákvætt, blússandi jákvætt um leið,“ segir hún og brosir.

„Ég fer niður á spítala til hans og er eitthvað glottandi. Hann spyr mig hvort ég hafi tekið próf og […] segi honum að það sé jákvætt. Hann var svo ánægður, hann var svo peppaður í þessa aðgerð, hann var svo til í þetta. Hann fór í svo margar heilaskurðaaðgerðir, honum gekk aldrei jafn vel í neinni aðgerð eins og þessari,“ segir Ástrós.

„Hann kom sigri hrósandi út úr þessari aðgerð, svo til í þetta líf. Svo sögðum við systrum hans frá þessu á aðfangadag og það var grátið og hlegið, þetta var yndislegt. Þetta var svo falleg minning inn í jólin,“ segir Ástrós og brosir út að eyrum.

Horfðu á fleiri gesti rifja upp skemmtilegar og eftirminnilegar jólaminningar hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Í gær

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi