fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Margrét var komin með 99 þúsund fylgjendur en á mjög slæmum stað – „Var á barmi þess að fá hjartaáfall“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 1. desember 2020 15:00

Margrét Gnarr. Mynd: Hanna/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einkaþjálfarinn Margrét Edda Gnarr hefur ákveðið að segja skilið við Instagram-síðu sína sem er með um 81 þúsund fylgjendur. Hún greindi frá þessu á Instagram um helgina. Í samtali við DV segist Margrét vera ánægð með ákvörðunina og finna fyrir miklum létti.

„Ég deildi færslum á þessari síðu í mörg ár til að koma mér á framfæri sem IFBB keppanda. Lífið mitt snerist um næsta mót og útlitið mitt allan 24/7. Ég deildi aðeins færslum um hvernig ég leit út og hvernig undirbúningur gekk fyrir komandi mót,“ segir Margrét.

Margrét var keppandi í bikinífitness en tók sér hlé frá keppni til að ná bata frá átröskun.

Sjá einnig: Margrét Gnarr var komin með hjartsláttatruflanir vegna átröskunar: „Ég var orðin hrædd um líf mitt“

„Ég var komin með 99 þúsund fylgjendur þegar ég ákvað að hætta að keppa því ég var komin á mjög slæman stað í lífinu. Ég var komin í algjört stjórnleysi varðandi mat og æfingar til að líta ALLTAF vel út. Ég var að æfa þrisvar sinnum á dag og að borða í kringum 1200 hitaeiningar. Ég var komin með hjartsláttartruflanir og stundum stoppaði hjartað í nokkrar sekúndur. Ég greindist með lífshættulega lágt kalíum magn í blóðinu og var á barmi þess að fá hjartaáfall. Ég hafði ekki farið á blæðingar í um þrjú ár því líkaminn minn var gjörsamlega búinn að fá nóg,“ segir hún og í kjölfarið hafi hún tekið ákvörðun um að hætta að keppa og leyfa líkamanum að jafna sig.

„Síðan þá hef ég breyst svo mikið. Ég lærði að samþykkja mig í stærri líkama. Ég lærði að bera meiri virðingu fyrir líkamanum mínum. Ég missti áhugann á því að reyna að líta fullkomlega út. Svo varð ég ólétt,“ segir hún.

Margrét eignaðist son sinn í janúar 2020 með kærasta sínum, Ingimar Elíasson.

„Síðan ég hætti að keppa og varð móðir hef ég misst yfir 14 þúsund fylgjendur á þessum aðgangi. Sem ég skil mjög vel, ég er ekki lengur að deila færslum um fitness mót og myndum af tálguðum líkama. Ég reyndi að breyta til og halda samt áfram með þennan aðgang en þar sem ég er ekki að pósta svipuðu efni og ég gerði áður þá er ég ekki að ná til þeirra sem ég vil ná til. Ég sé fylgjendum fækka vikulega, sem er ekki það skemmtilegasta þrátt fyrir að vita ástæðuna,“ segir Margrét.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Margrét Gnarr (@gnarrcoach)

Hún ákvað því að loka fyrir síðuna en þeir sem vilja geta enn fylgst með henni á þjálfunarsíðunni hennar á Instagram, @gnarrcoach. Þar einblínir hún á æfingar og líkamsrækt.

„Ég hef notað @GnarrCoach síðuna til að deila æfingum sem ég nota í mín æfingarprógrömm og ætla að halda áfram að gera það ásamt því að deila færslum um allt sem við kemur heilsusamlegum lífsstíl án öfga.

Að lokum þakkar Margrét öllum fyrir stuðninginn á Instagram undanfarin ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín
Fókus
Fyrir 5 dögum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla