Laugardagur 06.mars 2021
Fókus

Brasilískur áhrifavaldur mælir með þessu til að auka kynhvöt – Sérfræðingar segja það hættulegt

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 3. desember 2020 09:58

Lunna Leblanc. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brasilíska fyrirsætan og áhrifavaldurinn Letícia Martins, þekkt sem Lunna Leblanc, greindi frá því á Instagram að hún sólbaði kynfærin sín í allt að tvo tíma á dag. Hún gerir það til að „auka kynhvötina.“ News.au greinir frá.

Hún segir athæfið einnig gefa henni meiri orku og hún sofi betur.

Lunna deildi mynd af sér í sólbaði á Instagram. „Ekkert betra en morgunsólin,“ sagði hún og sagðist einnig „elska þessa upplifun.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Lunna LeBlanc (@lunna_leblanc)

En þessi iðkun er langt frá því að vera hættulaus samkvæmt sérfræðingum. Dr Deb Cohen Jones, læknir með yfir 20 ára reynslu og sérfræðingur í ummönun húðarinnar, segir að fullyrðingar Lunnu séu ekki aðeins rangar heldur hættulegar.

Hún segir að það sé ekki góð hugmynd að sólbaða píkuna, því það séu miklar líkur á að hún brenni þar sem húðin er mun viðkvæmari þar.

„Lunna minnist ekkert á sólarvörn og þú ættir aldrei að vera í sólinni í tvo tíma án þess að bera á þig vörn. Ég veit ekki betur en svo að það sé ekki til nein sólarvörn sem er örugg fyrir píkur, en þetta eru líka alveg fáránlegar fullyrðingar hjá henni,“ segir Dr Deb Cohen Jones.

News.au ræddi einnig við Dr Michele Squire sem hafði einnig áhyggjur af fullyrðingum Lunnu.

„Sólskin hefur jákvæð áhrif á skap okkar og hefur sterka tengingu við kynhvöt. En sú hugmynd að sólbaða kynfærin þín í nokkra tíma á hverjum degi til að auka kynhvöt, það er hreinlega hættulegt,“ segir hún.

Lunna er ekki sú eina sem virðist stunda þetta. Fyrir ári síðan var þetta mjög vinsælt á vesturströnd Bandaríkjanna í kjölfar þess að „gúrúarnir“ Troy Casey og Ra Teasdale fóru að bera út boðskap þess.

Sjá einnig: Þetta er nýjasta æðið – Láta sólina skína þangað sem hún skín aldrei: „Þetta er mjög einfalt, en breytir svo miklu“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Pistillinn sem allir karlmenn þurfa að lesa – Árni Björn opnar fyrir mikilvæga umræðu

Pistillinn sem allir karlmenn þurfa að lesa – Árni Björn opnar fyrir mikilvæga umræðu
Fókus
Í gær

Gréta Karen um æskuna: „Enginn spurði mann út í neitt – og ég veit að fólk vissi af þessu“

Gréta Karen um æskuna: „Enginn spurði mann út í neitt – og ég veit að fólk vissi af þessu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eignaðist tvö börn með sex mánaða millibili – „Haldiði kjafti“

Eignaðist tvö börn með sex mánaða millibili – „Haldiði kjafti“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sigga Dögg kynfræðingur svarar spurningum lesenda DV í Kynlífshorninu

Sigga Dögg kynfræðingur svarar spurningum lesenda DV í Kynlífshorninu