Laugardagur 06.mars 2021
Fókus

„Ég hélt að ég væri samkynhneigður en er ástfanginn af konu“

Fókus
Miðvikudaginn 2. desember 2020 22:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður leitar til Dear Deidre, kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun. Maðurinn er í þvílíkum vandræðum, en hann hefur alla tíð talið sig vera samkynhneigðan en er nú ástfangin af konu.

„Ég er 33 ára og er ringlaður þegar kemur að kynhneigð minni,“ segir maðurinn.

„Ég hef nokkrum sinnum verið í sambandi með karlmanni, en fyrir mitt leyti hafa þau aldrei snúist um kynlíf. Síðastliðin tíu ár hef ég átt góða vinkonu, hún er 42 ára núna. Við kynntumst í gegnum vinnuna og höfum verið meðleigjendur í fimm ár.“

En sambandið þeirra hefur tekið miklum breytingum undanfarið ár. „Sambandið okkar er núna kynferðislegt. Ég elska hana og hún segist elska mig. Það er erfitt fyrir okkur bæði að sætta okkur við hommafortíð mína, en það er klárlega eitthvað sérstakt á milli okkar. Heldurðu að þetta geti gengið upp?“

Deidre svarar manninum og hughreystir hann.

„Það er engin ástæða fyrir því að þið getið ekki haldið áfram að gera hvort annað hamingjusamt, á meðan þið eruð hreinskilin við hvort annað. Gleymdu því að skilgreina þig sem eitthvað ákveðið og hlustaðu á hjartað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Háð fullnægingum og fær þær hvar sem er – „Metið mitt er 18 og ég hef misst meðvitund“

Háð fullnægingum og fær þær hvar sem er – „Metið mitt er 18 og ég hef misst meðvitund“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Einföld regla sem karlar þurfa að fylgja til að slá í gegn á fyrsta stefnumóti

Einföld regla sem karlar þurfa að fylgja til að slá í gegn á fyrsta stefnumóti
Fókus
Fyrir 3 dögum

Love Island-stjarna deilir einlægum og kynferðislegum staðreyndum um samband sitt

Love Island-stjarna deilir einlægum og kynferðislegum staðreyndum um samband sitt
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eignaðist tvö börn með sex mánaða millibili – „Haldiði kjafti“

Eignaðist tvö börn með sex mánaða millibili – „Haldiði kjafti“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Björn lýsir því hvernig hann fyrirgaf banamönnum sonar síns: „Þetta var ofboðslega sárt og erfitt ferli“

Björn lýsir því hvernig hann fyrirgaf banamönnum sonar síns: „Þetta var ofboðslega sárt og erfitt ferli“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jennifer Lopez gerir allt vitlaust í svakalegum sundbol

Jennifer Lopez gerir allt vitlaust í svakalegum sundbol