fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fókus

Guðrún hágrét eftir ferð í Bónus – „Hvað hef ég gert til að eiga þetta skilið?“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 1. desember 2020 20:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óvænt atvik, hlaðið manngæsku, varð til þess að Guðrún Brynjólfsdóttir hágrét í dag og hreinlega gat ekki hætt að gráta.

Hún skýrir frá þessu í færslu á Facebook sem hefur vakið mikla athygli. Þar greinir hún frá því hvernig hún varð óvænt aðnjótandi góðmennsku ókunnugrar konu sem ákvað að sýna sannan jólaanda:

„Hvað hef ég gert til að eiga þetta skilið?“
Ég sat úti í bíl seinnipartinn í dag eftir eina búðarferðina í Bónus, hágrátandi og gat ekki hætt.
Ástæðan var ekki sú að ég væri sorgmædd eða óhress, heldur ég hafði upplifað góðverk sem kom heldur betur flatt upp á mig.
Ég var að versla og það var ung kona á undan mér.
Hún var ekki að kaupa neina matvöru, heldur gjafabréf og bauð mér að vera á undan sér á meðan hún beið eftir þjónustu.
Ég þáði það, og renndi vörunum mínum í gegn, nema ég gleymi smotterý og fæ að hlaupa inn í búð að sækja það.
Þegar ég kem til baka er verið að afgreiða ungu konuna og vörurnar mínar biðu skannaðar við endann á afgreiðsluborðinu fyrir utan það sem ég hafði gleymt inni í búð sem átti eftir að skanna.
Ég beið því bara og bað svo unga manninn að bæta þessu við það sem ég átti eftir að borga.
„Nei, það er búið að borga matinn – konan á undan þér ákvað að borga þetta líka“
HA!
Ó jeminn, hún hefur óvart verið rukkuð fyrir minn part
– segi ég í geðshræringu og fannst það skelfilegt að ókunnug kona hefði verið rukkuð fyrir matinn minn.
„Nei, hún sagði að hún ætlaði að borga þetta“ segir ungi drengurinn á kassanum ..
Ég hleyp því út og leita að konunni, því ég vildi millifæra á hana ..
Fann hana ekki í myrkrinu..
Miður mín ..
En svo kemur hún keyrandi – ég veifa henni og bið hana að stoppa – segi við hana „heyrðu elskuleg, ég held að þú hafir verið rukkuð fyrir matinn minn, ég vill fá að borga þér“
– Nei alls ekki, segir hún.
Ég ætlaði að borga þetta.
„Nú? segi ég stamandi af undrun, afhverju“?
– Bara afþví bara
segir hún brosandi og segir svo bara Gleðileg jól.
Guðrún skrifar falleg orð til konunnar og vonast til þess að hún sjái færsluna og fái að vita hvað hún er þakklát. Þú getur lesið pistilinn í heild með því að smella á tengilinn neðst í fréttinni.
Í stuttu samtali við DV vill Guðrún hvetja fólk til að gera slíkt hið sama og sýna sannan jólaanda eins og hún: „Ég skora á fólk sem hefur tök á því að feta í fótspor þessarar ungu konu og gera slíkt hið sama. Ég ætla að gera það og hvetja aðra á instagram hjá mér.“

https://www.facebook.com/gudrunonline/posts/10158696040595340

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sonur Elísu og Elíss fæddur

Sonur Elísu og Elíss fæddur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“