fbpx
Þriðjudagur 24.nóvember 2020
Fókus

Samfélagsmiðlastjarna sökuð um að tæla 13 ára dreng – Svarar fyrir myndband af sér kyssa hann

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 5. nóvember 2020 10:09

Zoe Laverne.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samfélagsmiðlastjarnan Zoe Laverne er með tæplega 18 milljón fylgjendur á TikTok. Hún hefur sætt harðri gagnrýni undanfarna daga eftir að myndband af henni brjóta gegn þrettán ára dreng kom upp á yfirborðið.

Í myndbandinu má sjá hana kyssa drenginn, hún er nítján ára og hann er aðeins þrettán ára. Hún hefur verið sökuð um að tæla (e. grooming) drenginn en hefur neitað því staðfastlega.

Hún segir að hún og drengurinn, sem við ætlum ekki að nefna á nafn sökum aldurs, hafi verið bestu vinir.

„Ég tældi hann ekki. Ég myndi ekki gera það. Hann er krakki og ég er meðvituð um það. Þetta bara gerðist,“ sagði hún um atvikið í beinni útsendingu á TikTok.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by First Ever Tiktok Shaderoom (@tiktokroom) on

Hún sagði að hún og drengurinn hefðu bæði verið „á slæmum stað“ þegar þau kynntust. Þau hafi orðið bestu vinir og „enduðum með að bera tilfinningar til hvors annars.“

„Það er ekki slæmt, jú aldursmunurinn er slæmur. Já þetta er rangt. Já þetta er ekki gott. Við áttuðum okkur bæði á því og hættum,“ sagði hún.

 

View this post on Instagram

 

#zoelaverne said her and 13 year old Connor caught feelings for eachother!😬

A post shared by First Ever Tiktok Shaderoom (@tiktokroom) on

Drengurinn er einnig vinsæll á TikTok með ríflega 350 þúsund fylgjendur. Þau hafa tekið upp ótal mörg myndbönd saman og birt á miðlinum. Þau hafa hætt því og segir Zoe að vinskap þeirra sé lokið.

„Þetta er barnagirnd“

Í lok október var samtali lekið á netið, samtalið var á milli fyrrverandi vinkonu Zoe og fyrrverandi kærasta hennar. Vinkonan segir:

„Ég fór vegna samskipta hennar og [drengsins]. Þau voru mjög áköf (e. intense) og þetta er eitthvað sem ég styð alls ekki. Þetta er barnagirnd.“

Nokkrum dögum seinna kom myndbandið, af Zoe kyssa drenginn, upp á yfirborðið.

Drengurinn hefur sjálfur rætt málið á samfélagsmiðlum og segir að Zoe „hafi ekki nauðgað“ sér.

Samkvæmt Insider hefur Zoe einnig tjáð sig um málið á lokuðum Instagram-reikningi og sagst vera í sálfræðimeðferð vegna málsins. Hún sagðist líka hafa sagt móður drengsins að hún hafi kysst hann stuttu eftir að það gerðist.

„Hún var ekki ánægð, skiljanlega, en hún skilur að við séum bæði unglingar og það er hægt að fá tilfinningar.“

Móðir Zoe hefur einnig komið henni til varnar. „Hver sem er getur teygt sig yfir og kysst einhvern. Þau eru besti vinir,“ sagði móðir hennar.

Gagnrýnd

Leikarinn og TikTok-stjarnan Isaak Presley gagnrýndi Zoe opinberlega og sagðist sjálfur hafa lent í átakanlegri upplifun þegar hann var fjórtán ára og nítján ára kona braut gegn honum.

„Vinir fara saman í skrúðgarðinn og spila tölvuleiki. Þeir falla ekki fyrir ókynþroska drengjum undir lögaldri. Þú varst byrjuð í grunnskóla þegar hann fæddist,“ sagði hann.

Hann sagði að ungir drengir heillast að stelpum og það sé skylda fullorðinna einstaklinga að „leiðbeina og hjálpa fólki.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Bækur fyrir ferðafíkla og þá sem vilja bæta fjárhagstöðu sína – „Lygileg saga“

Bækur fyrir ferðafíkla og þá sem vilja bæta fjárhagstöðu sína – „Lygileg saga“
Fókus
Í gær

Hjón á áttræðisaldri ósammála um sóttvarnaraðgerðir – „Mamma er eiginlega orðin hrædd við pabba“

Hjón á áttræðisaldri ósammála um sóttvarnaraðgerðir – „Mamma er eiginlega orðin hrædd við pabba“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Aron og Kristbjörg opinbera nafn drengsins

Aron og Kristbjörg opinbera nafn drengsins
Fókus
Fyrir 5 dögum

Segir föðurmissinn hafa mótað og styrkt sig – „En ég er líka kvíðnari“

Segir föðurmissinn hafa mótað og styrkt sig – „En ég er líka kvíðnari“