fbpx
Laugardagur 23.janúar 2021
Fókus

Fyrsti keppandinn til að yfirgefa myndverið – Aldrei séð nakta konu áður

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 5. nóvember 2020 21:00

Brian. Mynd/Channel 4

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Keppandi raunveruleikaþáttarins „Naked Attraction“ varð fyrsti keppandinn til að yfirgefa myndverið í sögu þáttanna. Hann hafði aldrei áður séð nakta konu og þótti yfirþyrmandi að sjá sex naktar konur standa fyrir framan sig.

Þátturinn er sýndur á bresku sjónvarpsstöðinni Channel 4. Í stuttu máli gengur þátturinn út á að það eru sjö keppendur. Einn er fullklæddur og hinir sex eru naktir. Nöktu keppendurnir eru í eins konar klefa og klæddi keppandinn fær bara að sjá hluta af líkamanum, fyrst fær hann að sjá fætur og kynfæri, hann velur síðan hvaða keppendur komast áfram í næstu umferð og þá fær hann að sjá aðeins meira af líkömum þeirra. Þannig gengur þetta koll af kolli þar til aðeins tveir naktir keppendur standa eftir. Þá þarf hann sjálfur að afklæðast og velur með hverjum hann langar á stefnumót. Þau fara þó fullklædd á stefnumótið.

Mynd/Naked Attraction

Brian er 23 ára hreinn sveinn og þótti upplifunin ansi yfirþyrmandi. Anna Richardson, þáttastjórnandi, tók eftir að Brian leið illa og spurði hvort hann væri í lagi.

„Það er eins og það sé að fara að líða yfir þig?,“ segir hún.

„Afsakaðu, ég þarf smá stund, er það í lagi?“ segir hann.

Anna játar og segir honum að taka sér smá pásu. Hann yfirgefur myndverið og viðurkenndi eftir á að þetta hafi „allt verið svolítið mikið.“

„Þetta var yfirþyrmandi, en á góðan hátt. Kannski þurfti ég á þessu að halda. En ég þurfti bara að melta þetta aðeins fyrst,“ segir hann.

Anna hefur sjálf rætt um Brian sem „fyrsta keppandann“ til að yfirgefa myndverið. Í viðtali við Daily Mail sagði hún.

„Ungur maður, sem heitir Brian og er hreinn sveinn, ljúfur, vínsérfræðingur og fær tónlistarmaður, hann var nánast að yfirliði kominn þegar hann stóð frammi fyrir sex nöktum konum. Hann þurfti að taka smá pásu og framleiðendur þurftu að hughreysta hann,“ sagði hún.

„Hann er frábær strákur, hann kom aftur og kláraði þáttinn.“

75 ára og tvíkynhneigður

Þetta er sjöunda þáttaröð „Naked Attraction“. Anna segir frá öðrum skemmtilegum keppanda og þeim elsta til þessa.

„Ian er 75 ára ekkill. Á seinni árum hefur hann tekið því fagnandi að vera einhleypur tvíkynhneigður maður,“ segir hún.

„Hversu frábært er að vera á áttræðisaldri og hugsa: „Ég hef áhuga að leika mér smá, lífið er ekki búið.“ Hann er einnig með stærsta lokk sem ég hef séð á kónginum. Það sýnir bara, þú veist aldrei hvað leynist þarna undir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fastir pennarFókus
Fyrir 2 dögum

Grunsamlegur dauðdagi Brittany Murphy

Grunsamlegur dauðdagi Brittany Murphy
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bólulæknirinn fjarlægir svakalegan fílapensil

Bólulæknirinn fjarlægir svakalegan fílapensil
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lúxusafmælisveislur áhrifavalda – Sólrún Diego og Tinna Bk fögnuðu með glæsibrag í gær

Lúxusafmælisveislur áhrifavalda – Sólrún Diego og Tinna Bk fögnuðu með glæsibrag í gær
Fókus
Fyrir 3 dögum

Endurnýtir túrtappana sína – „Mér fannst þetta líka smá ógeðslegt fyrst“

Endurnýtir túrtappana sína – „Mér fannst þetta líka smá ógeðslegt fyrst“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jóhannes Haukur borðaði þrírétta máltíð með einni frægustu leikkonu heims – „Við vorum tvö ein mætt“

Jóhannes Haukur borðaði þrírétta máltíð með einni frægustu leikkonu heims – „Við vorum tvö ein mætt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég var að ræna mig sjálfa drauma tækifæri vegna hræðslu við fordóma frá öðrum“

„Ég var að ræna mig sjálfa drauma tækifæri vegna hræðslu við fordóma frá öðrum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram: „Þetta ár fer í að njóta tvöfalt“

Vikan á Instagram: „Þetta ár fer í að njóta tvöfalt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hannes birtir einstakar myndir af Davíð Oddssyni

Hannes birtir einstakar myndir af Davíð Oddssyni
Fókus
Fyrir 5 dögum

Feminísk kvikmyndahátíð – Meðal annars stuttmynd úr undirheimum Reykjavíkur

Feminísk kvikmyndahátíð – Meðal annars stuttmynd úr undirheimum Reykjavíkur