fbpx
Þriðjudagur 24.nóvember 2020
Fókus

Brjálað að gera hjá nítján ára vændiskonu – Stundum bara tvær mínútur á milli kúnna

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 4. nóvember 2020 22:30

Ellie. Mynd/Channel 5

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin nítján ára Ellie er ein vinsælasta og farsælasta vændiskona Bretlands. Hún kemur fram í nýjasta þætti „Adults Only: S****** 9 to 5“ á Channel 5.

Ellie var sautján ára þegar hún byrjaði að vinna sem vændiskona. Vinkona hennar sagði henni frá síðu sem karlmenn nota til að finna vændiskonur. „Við skráðum okkur á síðuna og bókstaflega fimm mínútum eftir að ég birti myndir af mér á síðunni fékk ég hvert símtalið á fætur öðru. Ég bókaði hótelherbergi næsta dag og hitti hvern kúnnann á fætur öðrum,“ segir Ellie.

Mynd/Channel 5

Ellie býr hjá móður sinni en þénar allt að 270 þúsund krónur á einum degi. Hún tekur rúmlega tólf þúsund krónur fyrir fyrstu fimmtán mínúturnar og vinnur gjarnan tólf tíma vaktir. Ellie segir að það sé brjálað að gera hjá sér og stundum hefur hún aðeins tvær til fimm mínútur á milli kúnna.

„Fyrsti viðskiptavinurinn fær mig sem ferskasta. Hárið mitt og förðunin fullkomin, en um leið og fyrsti viðskiptavinurinn fer þá þarf ég að viðhalda útlitinu. Ég þarf að fara í sturtu og stundum skipta um föt,“ segir hún.

„Stundum hef ég bókstaflega bara fimm mínútur á milli kúnna, stundum tvær til fimm mínútur. Stundum hef ég hálftíma. Það fer allt eftir hvernig ég hef bókað mig,“ segir hún.

Ellie er einnig með OnlyFans síðu og þénar þar allt að 720 þúsund krónur á mánuði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Bækur fyrir ferðafíkla og þá sem vilja bæta fjárhagstöðu sína – „Lygileg saga“

Bækur fyrir ferðafíkla og þá sem vilja bæta fjárhagstöðu sína – „Lygileg saga“
Fókus
Í gær

Hjón á áttræðisaldri ósammála um sóttvarnaraðgerðir – „Mamma er eiginlega orðin hrædd við pabba“

Hjón á áttræðisaldri ósammála um sóttvarnaraðgerðir – „Mamma er eiginlega orðin hrædd við pabba“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Aron og Kristbjörg opinbera nafn drengsins

Aron og Kristbjörg opinbera nafn drengsins
Fókus
Fyrir 5 dögum

Segir föðurmissinn hafa mótað og styrkt sig – „En ég er líka kvíðnari“

Segir föðurmissinn hafa mótað og styrkt sig – „En ég er líka kvíðnari“