fbpx
Laugardagur 05.desember 2020
Fókus

Áttaði sig á að kærastinn væri að halda framhjá þegar hann sendi þessa mynd

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 4. nóvember 2020 10:57

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ung kona segir frá því hvernig hún komst að því að kærasti hennar til fjögurra ára væri að halda framhjá henni.

Sydney Kinsch segir frá raunum sínum í myndbandi á TikTok. Kærasti hennar sendi henni sjálfsmynd á Snapchat. Á myndinni situr kærastinn í bíl og er með sólgleraugu.

Við fyrstu sýn virðist myndin saklaus, en ef þú skoðar hana betur þá sérðu kvenmannsleggi speglast í sólgleraugunum.

Myndbandið hefur vakið gríðarlega athygli og fengið yfir 1,5 milljón áhorf. Fjöldi netverja hafa skrifað ummæli við myndbandið og hefur Sydney svarað nokkrum. Hún segir meðal annars að kærastinn hafi verið búinn að halda framhjá henni í mánuð áður en hún komst að því. Hana fór að gruna að hann væri henni ótrúr eftir að hún sá myndina og sannleikurinn kom í ljós viku seinna.

@sydneykinschcheck the reflection in your boyfriend’s sunnies ladies ✨ ##fyp♬ original sound – Mandy Patinkin and Kathryn G

„Ég hringdi í hann og spurði hvort hann áttaði sig á að hann hafi sent mér mynd af tík og hann hafði ekki hugmynd. Hann kallaði mig klikkaða og sagði að þetta væri kærasta vinar hans og hann mætti alveg eiga vini,“ segir Sydney.

„Hann var að halda framhjá mér með fimm stelpum, ég fékk að vita ÖLL smáatriði viku seinna.“

Nokkrar konur sögðust hafa svipaða sögu að segja. „Þetta gerðist fyrir mig! Fyrrverandi kærasti minn tók sjálfsmynd og sendi mér og ég sá spegilmynd gellunnar í gleraugunum hans. Hann var á veitingastað,“ segir ein.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Hreinskilinn pistill móður slær í gegn – „Börnin mín eru stundum fávitar“

Hreinskilinn pistill móður slær í gegn – „Börnin mín eru stundum fávitar“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Margrét var komin með 99 þúsund fylgjendur en á mjög slæmum stað – „Var á barmi þess að fá hjartaáfall“

Margrét var komin með 99 þúsund fylgjendur en á mjög slæmum stað – „Var á barmi þess að fá hjartaáfall“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Greip kærastana glóðvolga við framhjáhald

Greip kærastana glóðvolga við framhjáhald
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vill gera báðar kærusturnar óléttar á sama tíma

Vill gera báðar kærusturnar óléttar á sama tíma