fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Sængurgjafaveisla frá helvíti – Sannaði að eiginkonan væri ólétt eftir annan karlmann

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 3. nóvember 2020 09:24

Myndir/Reddit

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndband af karlmanni halda því fram að eiginkona hans sé ólétt eftir annan karlmann hefur farið eins og eldur í sinu um netheima.

Myndbandið er tekið upp í sængurgjafaveislu (e. baby shower) hjónanna. Maðurinn viðrar þungar ásakanir gegn eiginkonu sinni fyrir framan gesti, en meðal gesta var sá maður sem eigimaðurinn hélt því fram að væri raunverulegur faðir barnsins. The Sun greinir frá.

Myndbandinu var deilt á Reddit og er á spænsku, en nokkrir netverjar hafa þýtt það yfir á ensku.

„Þetta er lögfræðingurinn minn og við erum með skjal. Þið vitið það öll að ég á von á dreng. Sjáið, hér er óléttuprófið, þið vitið að ég er að verða pabbi. En vitið þið hvað, það gleymdist eitt mjög mikilvægt smáatriði. Hér er  sannað að hún[eiginkonan] er ekki komin fjóra mánuði á leið, heldur sex mánuði,“ segir eiginmaðurinn.

Eiginkona hans reynir að fá hann til að ræða málin annars staðar en hann neitar og heldur áfram. Faðir eiginkonunnar er í miklu uppnámi og spyr dóttur sína um hvað eiginmaður hennar sé eiginlega að tala um. Hún segir að þetta sé misskilningur en þá segir eiginmaðurinn: „Þessi veisla er ekki fyrir mig, heldur þau og meira þarf ég ekki að segja.“

Á meðan á þessu stendur heldur lögfræðingurinn á tölvu og sýnir gestunum myndband sem sýnir eiginkonuna og annan karlmann koma úr sturtu saman. Sá maður er í veislunni.

Það er óhætt að segja að það verða mikil læti og slagsmál brjótast út eftir að eiginmaðurinn yfirgefur veisluna, og ólétt eiginkona hans hleypur á eftir honum.

Husband provides proof that the child is not his during baby shower in front of everyone, including the man she cheated with from r/trashy

Myndbandinu var deilt á Reddit-undirsíðuna r/trashy sem er eð yfir 2,2 milljón meðlimi. Sannleiksgildi myndbandsins hefur ekki verið sannað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar