fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Sannleikurinn á bak við áheyrnarprufu og taugaáfall tvífara Pink í X Factor

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 25. nóvember 2020 12:10

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2012 tók Zoe Alexander þátt í X Factor. Hún varð fljótlega þekkt sem „aggressífi“ tvífari söngkonunnar Pink. Saga hennar, um hvað gerðist raunverulega á bak við tjöldin, fer nú eins og eldur í sinu um TikTok og krefjast netverjar „réttlætis fyrir Zoe.“

Áheyrnarprufurnar í X Factor slá alltaf í gegn. Vongóðir söngvarar láta reyna á hæfileika sína, sumir betri en aðrir og svo eru það þeir sem verða að aðhlátursefni. Zoe varð að einum slíkum keppanda.

Zoe starfaði sem Pink „tribute“ söngkona, sem hún tók fram í umsókn sinni fyrir þáttinn. Umsóknarferlið er ekki eins einfalt og fljótlegt eins og margir halda, Zoe og framleiðendur þáttarins sendu nokkra tölvupósta sín á milli fyrir áheyrnarprufuna. Framleiðendurnir báðu hana um að senda þeim fimm lög sem hún gæti sungið í áheyrnarprufunni, ekkert þeirra var eftir Pink.

Framleiðendurnir báðu hana um að syngja lag með Pink og segir Zoe að það hafi verið greinilegt á skilaboðunum að ef hún hefði ekki sungið lag með Pink hefði hún ekki fengið að taka þátt.

Þegar hún mætti í áheyrnaprufuna var hún tekin í viðtal fyrir þáttinn og var spurð alls konar skrítnum og sérstökum spurningum um Pink. Hún var látin mæta klukkan sex um morguninn, mörgum klukkutímum áður en hún þurfti í raun og veru að mæta og það var stöðugt verið að minnast á Pink við hana.

Svo kom loksins að áheyrnarprufunni og Zoe söng lag með Pink, eins og hún var beðin um. Dómararnir voru ekki hrifnir og sögðu að hún hefði ekki átt að syngja lag með Pink. Á þeim tímapunkti áttaði Zoe sig á að hún hafi verið leidd í gildru.

Hún fékk að syngja annað lag, en lagið var spilað í vitlausri tóntegund og það var slökkt á hátölurunum á sviðinu, sem varð til þess að hún heyrði ekki í tónlistinni og hljómaði illa.

Það sem áhorfendur sáu næst var taugaáfall, þar sem hún hafði áttað sig á að eina ástæðan fyrir því að hún fékk að taka þátt var til að verða aðhlátursefni fyrir þáttinn.

Horfðu á alræmdu áheyrnarprufuna hér að neðan.

TikTok-notandinn @thatsmypurseidontknowyou greindi frá sögu Zoe á TikTok og vakti myndbandið gríðarlega athygli. Zoe hefur sjálf tjáð sig um málið á TikTok og segist vera orðlaus yfir stuðningnum sem hún hefur fengið.

Myndband Zoe, sem má sjá hér að neðan, hefur fengið um tuttugu milljón áhorf og upphaflega myndbandið hefur fengið um fimmtán milljóna áhorf. Það er því óhætt að segja að það sé að vekja mikla athygli, svo mikla að X Factor hefur lokað fyrir komment á Instagram því netverjar voru að yfirhlaða kommentakerfið með myllumerkinu #JusticeForZoe.

@zoealexanderuk##duet with @thatsmypurseidontknowyou ##xfactor ##fyp ##zoealexander♬ original sound – devon rae ⚡️

Zoe fór sjálf ítarlega yfir gang málanna í tveimur myndböndum á YouTube. Hún sýnir meðal annars tölvupósta á milli sín og framleiðendur þáttarins til að sanna mál sitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki