fbpx
Mánudagur 21.júní 2021
Fókus

Hélt framhjá eiginmanninum með yfirmanninum til að fá stöðuhækkun

Fókus
Miðvikudaginn 25. nóvember 2020 13:22

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona á fertugsaldri leitar ráða til Dear Deidre, kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun. Hún er með nagandi samviskubit fyrir að hafa haldið framhjá eiginmanninum með yfirmanni sínum.

„Ég setti hjónaband mitt í hættu með því að sofa hjá yfirmanni mínum svo hann myndi veita mér stöðuhækkun. Ég fékk starfið en er með svo mikið samviskubit,“ segir hún.

„Ég er 33 ára og vinn sem umsjónarmaður í verksmiðju. Ég hef unnið hjá fyrirtækinu í þrjú ár. Eiginmaður minn hóf eigin rekstur í fyrra en þar sem fyrirtækið er svo nýtt þá fékk hann enga styrki frá ríkinu sökum ástandsins og við höfum verið að glíma við fjárhagslega erfiðleika.“

Næsti yfirmaður hennar var að fara á eftirlaun, kona sem hafði unnið hjá fyrirtækinu í þrjátíu ár.

„Mig langaði í starf hennar, það er betur borgað en mitt,“ segir hún og bætir við að starfið hefði einnig boðið upp á betri vinnutíma svo hún gæti varið meiri tíma með dætrum sínum.

„Framkvæmdarstjóranum hefur alltaf líkað vel við mig og ég ákvað að nýta mér það. Ég ákvað að tæla hann og fá hann til að gefa mér stöðuna.“

Framkvæmdarstjórinn er 59 ára giftur fjölskyldumaður.

„Ég fór til hans á skrifstofuna seint eitt kvöldið, þegar allir voru farnir heim og spurði hann hvort við gætum talað saman. Ég þóttist fella nokkur tár, sagði honum að ég hefði áhyggjur af peningamálum og, alveg eins og ég planaði, kom hann til mín og knúsaði mig,“ segir konan.

„Ég kyssti hann og hann svaraði til baka með ástríðufullum kossi. Eftir nokkrar mínútur lá ég á bakinu á skrifborðinu hans og við vorum að stunda kynlíf. Þegar við vorum búin og ég var að klæða mig í fötin, minntist ég á starfið og hann sagði að ég þyrfti aðeins að spyrja og starfið væri mitt. Ég var himinlifandi en svo heyrði ég að nokkrar aðrar konur í vinnunni ætluðu að sækja um starfið. Þær eru eldri en ég og eiga starfið skilið, svo miklu meira en ég. Ég hef líka haldið framhjá eiginmanni mínum. Ætti ég að segja honum?“

Svar Deidre

Deidre ráðleggur konunni að segja ekki eiginmanninum. „Þú verður þá kannski ekki með jafn mikið samviskubit en honum á eftir að líða alveg hrikalega illa og það mun ekkert jákvætt koma úr því. Það sem skiptir máli er að sætta þig við að þú hefur gert stór mistök og lofa þér sjálfri að gera þau aldrei aftur,“ segir hún.

„Varðandi starfið, talaðu við framkvæmdarstjórann og vertu hreinskilin, segðu honum að þú sért að velta því fyrir þér hvort sumar samstarfskonur þínar séu reynslumeiri og henti betur í starfið. Vonandi mun hann segja við þig að þú sért að gera lítið úr þér sjálfri og þú sért rétta manneskjan fyrir starfið.“

Að lokum segir Deidre konunni að halda sambandi sínu og framkvæmdarstjórans fagmannlegu héðan í frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ingó opinberar ástina

Nýlegt

Neymar nálgast Pelé
Fókus
Fyrir 2 dögum

Áhrifavaldur gerir sérfræðinga brjálaða með nektarmynd og „hættulegu“ ráði

Áhrifavaldur gerir sérfræðinga brjálaða með nektarmynd og „hættulegu“ ráði
Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðmundur lenti í óþægilegri lífsreynslu – „Allt í einu heyrðist óp í konunni minni“

Guðmundur lenti í óþægilegri lífsreynslu – „Allt í einu heyrðist óp í konunni minni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fasteignaauglýsing gerir allt vitlaust meðal áhugafólks um markaðsmál – „Mikið af hræddum karlmönnum í þessum þræði“

Fasteignaauglýsing gerir allt vitlaust meðal áhugafólks um markaðsmál – „Mikið af hræddum karlmönnum í þessum þræði“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Frægir Íslendingar fljúga út í sólina: „Ég og ástin mín í Portúgal.“

Frægir Íslendingar fljúga út í sólina: „Ég og ástin mín í Portúgal.“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gullhnappurinn og hörku hasar: Dómararnir í sjokki yfir ótrúlegu Taekwondo-atriði

Gullhnappurinn og hörku hasar: Dómararnir í sjokki yfir ótrúlegu Taekwondo-atriði
Fókus
Fyrir 5 dögum

Eyþór Melsteð hefur keppni á World Strongest Man – Var heppinn að drepa sig ekki á æfingu á dögunum

Eyþór Melsteð hefur keppni á World Strongest Man – Var heppinn að drepa sig ekki á æfingu á dögunum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fremstu hjólreiðamenn Íslands hjóla fyrir hönd Ljóssins í Síminn Cyclothon

Fremstu hjólreiðamenn Íslands hjóla fyrir hönd Ljóssins í Síminn Cyclothon
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þessar stúlkur taka þátt í Miss Universe Iceland 2021

Þessar stúlkur taka þátt í Miss Universe Iceland 2021