fbpx
Fimmtudagur 28.janúar 2021
Fókus

Steinunn segir Reyni hafa hótað að fara með málið til lögfræðings – „Svo mikil lygi hjá þessari Steinunni“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 24. nóvember 2020 17:07

Reynir Bergmann

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reynir Bergmann vakti mikla athygli fyrir ummæli sín í hlaðvarpsþætti í gær þar sem hann talaði um rauðhærða vegan femínista. Ummælin voru harðlega gagnrýnd á netinu en nú hefur ein kona sagt að Reynir hafi hótað að kæra hana fyrir ummæli sín um málið.

Ummælin sem um ræðir skrifaði Steinunn nokkur á Twitter en þau eru eftirfarandi: „Fyrir utan hvað það er viðbjóðslegt að 39 ára karlmaður sé að tjá sig um að ríða menntaskólastelpum.“

Í samtali við DV segir Reynir að þetta hafi ekki verið það sem hann hafi verið að tala um í viðtalinu sem vakti athygli í gær.  „Hvar sagði ég í þessu viðtali að ég væri að reyna að ríða menntaskólastelpum? Talaði ég eitthvað um það eða?“ spurði Reynir í samtali við blaðamann. Reynir segist hafa haft samband við Steinunni og spurt hana hvar hún hefði séð að hann væri að tjá sig um að ríða menntaskólastelpum.

„Hann er bara að beita hótunum“

Steinunn segir að Reynir hafi  hótað að fara með málið til lögfræðings. „Hann er ekki búinn að kæra mig, hann er bara að beita hótunum,“ sagði Steinunn í samtali við DV en hún vildi þó ekki tjá sig meira um málið, allt sé á netinu sem hún vill koma á framfæri. Reynir staðfesti í samtali við DV að hann hafi talað við hana um að fara með málið til lögfræðings.

Reynir vill meina að hann hafi ekki sagt það sem Steinunn sakar hann um að hafa sagt, það er að ríða menntaskólastelpum. „Ég sagði HANN myndi ekki fá, ég var að tala um karlmann, ekki einhverja stelpu. Ef þú hlustar á hvað ég segi þá sagði ég: „Rauðhærður vegan femínisti, HANN myndi ekki“. Við vorum að tala um stráka, við vorum ekki einu sinni að tala um stelpur sko,“ segir Reynir. „Þetta er svo mikil lygi hjá þessari Steinunni.“

„Það er bara fokking pirrandi“

Reynir segir aðdáendur sína hafa reynt að styðja hann í athugasemdum á samfélagsmiðlum vegna málsins en því hafi verið eytt jafnóðum út. „Núna eru svona 50 konur á móti mér einum og allt sem mínir aðdáendur þruma inn, því er bara eytt út,“ segir hann.

„Mér finnst það geggjað, mér finnst það rosalega fyndið, þær eyða öllu út. Það eru örugglega svona 150 manns búin að senda mér að þau séu búin að skrifa um mig en því er öllu bara eytt út. Mér finnst það geggjað,“ segir Reynir og bætir við að hann vilji ekki spá mikið í þessu máli.

„En ég nenni ekki einu sinni að spá í þessu, þetta er dautt fyrir mér. Mér finnst þetta vera svo þreytt. Allir sem heyrðu þetta heyrðu það að ég var aldrei að tala um að ríða einhverjum menntaskólastelpum, ég veit ekki hvernig hún fær það út. Það er bara fokking pirrandi,“ segir hann. „Ég er ekki að velta mér upp úr einhverju kommentakerfi, þar eru bara einhverjir öfundsjúkir pappakassar sem líður illa,“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram: „Myndi segja að hann væri heitasti bóndinn“

Vikan á Instagram: „Myndi segja að hann væri heitasti bóndinn“
Fastir pennarFókus
Fyrir 3 dögum

Kanye West – einstakur snillingur eða hættulegur leiðtogi sértrúarsöfnuðar?

Kanye West – einstakur snillingur eða hættulegur leiðtogi sértrúarsöfnuðar?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Áströlsk sjónvarpsstjarna setti netið á hliðina – Er kjóllinn blár eða hvítur?

Áströlsk sjónvarpsstjarna setti netið á hliðina – Er kjóllinn blár eða hvítur?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Marta María og Páll Winkel setja glæsihýsið á sölu fyrir 120 milljónir

Marta María og Páll Winkel setja glæsihýsið á sölu fyrir 120 milljónir