fbpx
Fimmtudagur 28.janúar 2021
Fókus

Ein eftirsóttasta leikkona heims – „Kærastinn minn hefur varað mig við“

Tobba Marinósdóttir
Mánudaginn 23. nóvember 2020 19:30

Mynd: imbd.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ein eftirsóttasta leikkona heims um þessar mundir Anya Taylor-Joy aðalleikkona netflix-þáttanna The Queens’s Gambitt er ekki eins hrifin af sjálfri sér og heimsbyggðin. The Sun hefur eftir leikkonunni að hún fari ekki í kvikmyndahús til að sjá kvikmyndir með sjálfri sér og sjá sig sjálfa sem allt annað en fagra.

Anya Taylor-Joy var tilnefnd til Bafta verðlaunanna árið 2017 sem eitt efnilegasta ungstirnið. Það hefur svo sannarlega ræst og virðist frægðarsól hennar strunsa upp á við þrátt fyrir takmarkað álit á sjálfri sér.

„Ég fer ekki í bíó til að sjá mína eigin kvikmynd. Ég horfi á myndina áður. Fegurðin við að vera í þínu eigin skinni er að þá þarftu ekki að horfa á þitt eigið andlit.

Ég hef aldrei og held að ég muni aldrei sjá sjálfa mig sem fallega,“ segir hin 24 ára leikkona. „Mér finnst ég ekki nægilega falleg til að vera í kvikmyndum. Það hljómar ömurlega og kærastinn minn hefur varað mig við því að fólki muni finnast ég alger fáviti fyrir að segja þetta en mér finnst ég líta of skringilega út.“

Var boðið fyrirsætustarf fyrir utan Harrods

Leikkonan þykir áberandi í útliti, með lítinn munn og stór augu. Útlit hennar er ákaflega sjarmerandi og þykir hún einnig afbragðs fyrirsæta þvert á eigin yfirlýsingar um útlit. Öðruvísi er nefnilega dásamlegt og hafa tískuspekúlantar gjarnan sóst eftir sérkennilegu útliti því fegurðin er afstæð. Það var einmitt þannig sem ballið byrjaði. Anya var á gangi fyrir utan verslunina Harrods í London, 16 ára gömul, þegar útsendari í leit að fyrirsætum bauð henni að koma á fund. Útsendarinn var enginn annar en Sarah Doukas, sú sama og hafði uppgötvaði ofurfyrirsætuna Kate Moss. Og þar með var stökkpallurinn sem leikkonan unga þráði kominn en hún hafði alla tíð ætlað sér að verða leikkona.

Anya Taylor-Joy er ákaflega eftirsótt og hefur leikið í þáttum á borð við Peacky Blinders og lauk nýverið tökum á kvikmyndinni Emma eftir sögu Jane Austin.

„Ég fékk í alvörunni kvíðakast við tökur á Emmu því ég hugsaði: ég verð fyrsta ljóta Emman og ég get ekki gert þetta af því að fyrsta línan í myndinni er í alvörunni; ég er falleg, klár og rík.“

 

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Anya Joy (@anyataylorjoy)

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Anya Joy (@anyataylorjoy)

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Anya Joy (@anyataylorjoy)

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Anya Joy (@anyataylorjoy)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ásdís Rán segir að það sé engin herramennska hjá íslenskum karlmönnum – „Heim að ríða eða ekki neitt“

Ásdís Rán segir að það sé engin herramennska hjá íslenskum karlmönnum – „Heim að ríða eða ekki neitt“
Fókus
Í gær

Leikkonan birtir djarfar myndir – Fólk furðar sig á því hver ljósmyndarinn er

Leikkonan birtir djarfar myndir – Fólk furðar sig á því hver ljósmyndarinn er
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kourtney Kardashian nælir sér í heimsfrægan trommara

Kourtney Kardashian nælir sér í heimsfrægan trommara
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hver er unnusti Tiffany Trump? – Lætur tengdafjölskylduna virðast fátæka

Hver er unnusti Tiffany Trump? – Lætur tengdafjölskylduna virðast fátæka
Fókus
Fyrir 4 dögum

Neteinelti og neikvæðu hliðar TikTok – „Fyrstu ljótu skilaboðin sem ég fékk voru „dreptu þig““

Neteinelti og neikvæðu hliðar TikTok – „Fyrstu ljótu skilaboðin sem ég fékk voru „dreptu þig““
Fókus
Fyrir 4 dögum

Frægustu fatamistök stjarnanna

Frægustu fatamistök stjarnanna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ólíkar hefðir á bóndadaginn – „Kjánalegur dagur fyrir tvo homma“

Ólíkar hefðir á bóndadaginn – „Kjánalegur dagur fyrir tvo homma“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Eiginmaðurinn hefur aldrei séð hana „venjulega“ – Sjáðu viðbrögðin

Eiginmaðurinn hefur aldrei séð hana „venjulega“ – Sjáðu viðbrögðin