fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fókus

Tímavélin – Flugmaðurinn sogaðist út úr flugvélinni

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 22. nóvember 2020 22:00

Flugmaður rígheldur í Tim. Skjáskot úr endurgerð atviksins í Air Crash Investigation: Blown Out.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugmaður slapp á ótrúlegan hátt frá dauðanum eftir rúður í flugstjórnarklefanum brotnuðu og hann sogaðist út úr vélinni. Vélin, sem var frá British Airways og bar flugnúmerið 5390, hafði aðeins verið á lofti í 27 mínútur þegar rúðurnar brotnuðu.

 Vélin var komin í sjö kílómetra hæð þegar tvær af sex rúðum í flugstjórnarklefanum brotnuðu. Um leið sogaðist Tim Lancaster, annar flugmannanna, út. Það hljómar eins og bein ávísun á dauða og líkurnar voru ekki með Tim. En á ótrúlegan hátt tókst honum að lifa þessa 22 mínútna löngu martröð af. Ekki nóg með það því hann hélt áfram að starfa sem flugmaður.

Það var ekkert sem benti til að eitthvað óeðlilegt væri í uppsiglingu þegar flug 5390 tók á loft frá flugvellinum í Birmingham klukkan 07.20 þann 10. júní 1990. Áfangastaðurinn var Malaga á Spáni. Um borð voru 87 farþegar og áhafnarmeðlimir. En vélin hafði aðeins verið á lofti í 27 mínútur þegar óhappið varð.

Flugvirkjar höfðu unnið við vélina daginn áður og gerðu þá hræðileg mistök. Þegar þeir voru að festa rúður í flugstjórnarklefann notuðu þeir rangar rær, þær voru hálfum millimetra of litlar. Þegar vélin var komin í 7.000 feta hæð brustu rærnar með látum og tvær rúður brotnuðu. Þrýstingurinn var svo mikill að Tim sogaðist úr sæti sínu og hékk hálfur út um gluggann.

Eins og fyrir kraftaverk tókst flugliðum að halda fast í hann í 22 mínútur á meðan hinn flugmaðurinn nauðlenti vélinni. Megnið af tímanum var líkami Tim í 17 gráðu frosti í háloftunum. Hann fékk kalsár og báðir handleggir hans margbrotnuðu. Sjálfur man hann ekkert eftir þessu því hann missti meðvitund um leið og hann sogaðist út um gluggann.

Fjallað var um slysið í þætti National Geographic: Air Crash Investigation: Blown Out.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Pressan
Í gær

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín
Fókus
Fyrir 4 dögum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla