fbpx
Laugardagur 23.janúar 2021
Fókus

Guðmundur leitar að týndu börnunum og segir þeim aldrei ósatt

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 21. nóvember 2020 09:30

Guðmundur Fylkisson. Mynd: Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Fylkisson lögreglumaður hefur undanfarin sex ár haft þann starfa að leita uppi börn undir lögaldri sem lýst er eftir. Sum þessarra barna eru í fíkniefnaneyslu og sum búa við erfiðar heimilisaðstæður. Guðmundur greinir frá starfi sínu í viðtali við Fréttablaðið í dag.

Guðmundur vinnur sér traust barnanna, meðal annars með því að segja þeim alltaf satt:

„Ég hef aldrei logið að þeim, aldrei gabbað þau. Það er eitthvað sem ég ákvað í upphafi því ég vil halda traustinu. Foreldrar eiga það til að segja við þessi börn: „Komdu heim, það verður allt í lagi,“ en eru búin að biðja okkur að koma og fara með þau í neyðarvistun. Ég tek ekki þátt í slíku. Ég segi þeim einfaldlega að þau séu að fara í neyðarvistun, en þau ráði hvort það sé í góðu eða illu.“

Guðmundur greinir frá erfiðum atvikum í þessu starfi sínu og segir frá börnum sem voru í mikilli hættu:

„Aðspurður um erfiðustu reynsluna segir Guðmundur frá því þegar hann kom að íbúð sem virtist tóm en inn um glugga sá hann glitta í skó. „Þá hafði 15 ára stelpa verið skilin eftir ein og meðvitundarlaus en ég gat komið henni undir læknishendur.

Annað tilfelli er þegar ég fann stelpu sem var svo lítil og grönn að það var búið að troða henni fyrir aftan sæti í bíl og setja úlpu yfir hana. Hún var meðvitundarlaus þegar ég fann hana.“

Árið 2018 reið yfir mikið ópíóíðaæði hér á landi og fann Guðmundur þá fjögur ungmenni meðvitundarlaus inni á hótelherbergi eftir neyslu þeirra og mátti ekki tæpara standa.

„Þetta voru tvær stelpur undir lögaldri og tveir 18 ára strákar. Ég nánast fullyrði það að ef ekki væri fyrir þetta verkefni þá væru þær látnar. Önnur þeirra sat í stól meðvitundarlaus, þannig að höfuðið hafði dottið fram á bringu og hefti súrefnisflæði til heila.“

Guðmundur greinir einnig frá þeim ánægjulegu upplifunum þegar hann hittir ungmenni sem hann þurfti að leita uppi áður og voru í miklum vanda en eru nú komin á beinu brautina. Stundum rekst hann á þau ýtandi á undan sér barnavagni á Laugaveginum. Hann greinir líka frá skemmtilegu atviki aðfþessu tagi sem átti sér stað í Hörpu:

„Í fyrravetur fór ég á ráðstefnu í Hörpu og þar var stelpa sem var hópstjóri í einu verkefnanna, hún brosti til mín en ég áttaði mig ekki strax. Hún kom þá til mín og spurði: „Gummi, manstu ekki eftir mér?“ þá áttaði ég mig á því hver hún var – það var geggjað!“ segir hann og stoltið leynir sér ekki.

„Það er svo gaman að sjá þau ná fótfestunni og jafnvel krakka sem maður hafði ekki trú á að myndu gera það.“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fastir pennarFókus
Fyrir 2 dögum

Grunsamlegur dauðdagi Brittany Murphy

Grunsamlegur dauðdagi Brittany Murphy
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bólulæknirinn fjarlægir svakalegan fílapensil

Bólulæknirinn fjarlægir svakalegan fílapensil
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lúxusafmælisveislur áhrifavalda – Sólrún Diego og Tinna Bk fögnuðu með glæsibrag í gær

Lúxusafmælisveislur áhrifavalda – Sólrún Diego og Tinna Bk fögnuðu með glæsibrag í gær
Fókus
Fyrir 3 dögum

Endurnýtir túrtappana sína – „Mér fannst þetta líka smá ógeðslegt fyrst“

Endurnýtir túrtappana sína – „Mér fannst þetta líka smá ógeðslegt fyrst“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jóhannes Haukur borðaði þrírétta máltíð með einni frægustu leikkonu heims – „Við vorum tvö ein mætt“

Jóhannes Haukur borðaði þrírétta máltíð með einni frægustu leikkonu heims – „Við vorum tvö ein mætt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég var að ræna mig sjálfa drauma tækifæri vegna hræðslu við fordóma frá öðrum“

„Ég var að ræna mig sjálfa drauma tækifæri vegna hræðslu við fordóma frá öðrum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram: „Þetta ár fer í að njóta tvöfalt“

Vikan á Instagram: „Þetta ár fer í að njóta tvöfalt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hannes birtir einstakar myndir af Davíð Oddssyni

Hannes birtir einstakar myndir af Davíð Oddssyni
Fókus
Fyrir 5 dögum

Feminísk kvikmyndahátíð – Meðal annars stuttmynd úr undirheimum Reykjavíkur

Feminísk kvikmyndahátíð – Meðal annars stuttmynd úr undirheimum Reykjavíkur