fbpx
Fimmtudagur 26.nóvember 2020
Fókus

Kvartað undan legsteini dóttur þeirra: „Ég hef enga samúð fyrir manneskjuna sem móðgaðist“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 19. nóvember 2020 09:13

Mynd/Mirror

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrettán ára stúlka sem lést af völdum slímseigjusjúkdóms (e. cystic fibrosis) gefur fingurinn frá gröfinni og foreldrar hennar vilja að hún haldi því áfram. Mirror greinir frá.

Kayla Carle, frá Skotlandi, lét lífið í febrúar 2020 eftir hetjulega baráttu við slímseigjusjúkdóm. Á legsteinn hennar stendur að hún hafi verið ástkær dóttir, systir, barnabarn, frænka og vinkona. Það er einnig mynd af Kaylu á legsteininum og á myndinni er hún að gefa fingurinn.

Legsteinninn. Mynd/Mirror

Fyrir viku síðan fékk Rachael, móðir Kaylu, símtal frá borgarstjórn Aberdeen í Skotlandi sem tjáði henni að einhver hafi móðgast vegna myndarinnar.

„Það kvartaði einhver undan myndinni á legstein dóttur minnar og sagði að myndin væri dónaleg og óviðeigandi,“ sagði Rachael, 32 ára, við Mirror.

„Þeir sögðu að þeir vildu að myndin yrði tekin niður. Myndin sýnir hvers konar karakter hún var. Þetta var hún. Þetta var ein af uppáhalds myndunum hennar. Hún var stríðin og ákveðin.“

Kayla ásamt systkinum sínum. Mynd/Mirror

Borgarstjórnin bauðst til að skipta út myndinni, frítt. En Rachael afþakkaði það og vill að myndin sé nákvæmlega þar sem hún er.

„Ég hef enga samúð fyrir manneskjuna sem móðgaðist. Hún þarf ekki að horfa á myndina. Ég missti 13 ára dóttur mína. Ég valdi þessa mynd af ástæðu, þetta er hún,“ segir Rachael.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Gekk í gegnum sáran missi -„Mér finnst ég sjálf hafa verið að koma upp úr kafinu“

Gekk í gegnum sáran missi -„Mér finnst ég sjálf hafa verið að koma upp úr kafinu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Lifði tvöföldu lífi eftir skilnaðinn – Kynlífsvinna, karlmannshárkollur og stinningarlyf

Sakamál: Lifði tvöföldu lífi eftir skilnaðinn – Kynlífsvinna, karlmannshárkollur og stinningarlyf
Fókus
Fyrir 4 dögum

Guðmundur leitar að týndu börnunum og segir þeim aldrei ósatt

Guðmundur leitar að týndu börnunum og segir þeim aldrei ósatt
Fókus
Fyrir 5 dögum

Viktoría gat ekki fagnað bókinni með Gísla Rúnari – „Þetta var síðasta verk Gísla“

Viktoría gat ekki fagnað bókinni með Gísla Rúnari – „Þetta var síðasta verk Gísla“