fbpx
Fimmtudagur 26.nóvember 2020
Fókus

Nýjasta kærasta Scott Disick er 19 ára og á mjög fræga foreldra

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 18. nóvember 2020 08:42

Scott Disick og Amelia Hamlin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Scott Disick lætur sér ekki leiðast þegar hann er einhleypur. Nýjasta kærasta hans, Amelia Hamlin, er nítján ára og á mjög fræga foreldra.

Hann og Sofia Richie hættu saman í maí eftir þriggja ára samband. Scott, 37 ára, er fyrrverandi eiginmaður raunveruleikastjörnunnar Kourtney Kardashian og eiga þau saman þrjú börn. Sofia Richie, 22 ára, er fyrirsæta og dóttir söngvarans Lionel Richie.

Scott og Sofia Richie. Mynd/Getty

Áður en Scott byrjaði með Sofiu var hann heldur betur upptekinn. Á fimm dögum sást hann eiga notalegar og „rómantískar“ stundir með að minnsta kosti sex konum.

Sjá einnig: Scott Disick hefur verið upptekinn síðustu fimm daga – Er Sofia Richie nýja stúlkan í augnablikinu?

Nýjasta kærasta Scott Disick er hin nítján ára Amelia Hamlin, dóttir Lisu Rinnu og Harry Hamlin. Þau hafa sést saman við nokkur tilefni, meðal annars á ströndinni í Santa Barbara og í hrekkjavökuveislu Kendall Jenner. TMZ greinir frá.

Scott og Amelia á ströndinni. Mynd/TMZ

Lisa Rinna er bandarísk leikkona, höfundur og raunveruleikastjarna. Harry hamlin er bandarískur leikari, höfundur og frumkvöðull.

Það er töluverður aldursmunur á parinu, Amelia er nítján ára og Scott er 37 ára. Samkvæmt E! News telja foreldrar Ameliu að um „tímabil“ sé að ræða. Amelia hætti nýlega með kærasta sínum, Mercer Wiederhorn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Gekk í gegnum sáran missi -„Mér finnst ég sjálf hafa verið að koma upp úr kafinu“

Gekk í gegnum sáran missi -„Mér finnst ég sjálf hafa verið að koma upp úr kafinu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Lifði tvöföldu lífi eftir skilnaðinn – Kynlífsvinna, karlmannshárkollur og stinningarlyf

Sakamál: Lifði tvöföldu lífi eftir skilnaðinn – Kynlífsvinna, karlmannshárkollur og stinningarlyf
Fókus
Fyrir 4 dögum

Guðmundur leitar að týndu börnunum og segir þeim aldrei ósatt

Guðmundur leitar að týndu börnunum og segir þeim aldrei ósatt
Fókus
Fyrir 5 dögum

Viktoría gat ekki fagnað bókinni með Gísla Rúnari – „Þetta var síðasta verk Gísla“

Viktoría gat ekki fagnað bókinni með Gísla Rúnari – „Þetta var síðasta verk Gísla“