fbpx
Fimmtudagur 26.nóvember 2020
Fókus

Garðar hugsar meira um dauðann eftir tvö hjartaáföll: „Þú fattar að þú sért ekki ódauðlegur“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 18. nóvember 2020 09:01

Mynd/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir tveimur mánuðum síðan fékk Hafsteinn Sæmundsson rapparann Kilo, öðru nafni Garðar Eyfjörð Sigurðsson, til sín í hlaðvarpið, Bíóblaður. Sá þáttur vakti mikla lukku og hefur Hafsteinn fengið fjölmargar fyrirspurnir síðan sá þáttur kom út. Fyrirspurnirnar voru einfaldar: „Hvenær kemur Kilo aftur í Bíóblaður?“

Kilo er nefnilega ekki bara rappari heldur er hann með mjög litríkan og skemmtilegan persónuleika og er líka grjótharður kvikmyndaáhugamaður. Strákarnir skemmtu sér konunglega í fyrsta þættinum og það var því bara tímaspursmál hvenær Kilo kæmi aftur.

Kórónuveirufaraldurinn hefur farið illa með marga en Kilo reynir sitt besta að láta hann ekki hafa of mikil áhrif á sig. Hann hefur sjálfur gengið í gegnum ýmislegt undanfarin ár. Yfir þann tíma varð hann edrú, gaf út rapptónlist og fékk tvö hjartaáföll.

„I’m unkillable. Guð er búinn að reyna að drepa mig tvisvar. Ég er ekki að fara neitt,“ segir Kilo þegar talið berst að hættum og dauðanum.

„Já, ég hugsa meira um dauðann eftir hjartaáföllin. Þú verður hræddur. Þú fattar að þú ert ekki ódauðlegur. Fattar að þetta er ekki að fara að endast að eilífu. Þú verður bara svo hræddur. Þegar ég var að jafna mig, þá varð ég svo máttlaus. Ég var ekki með kraftinn minn. Varð hræddur og fékk smá félagsfælni. Er búinn að missa marga vini og svoleiðis dæmi og ég bara nei, ég ætla ekki að gera þetta. Byrjaði að fasta, borða ekki lengur mjólkurvörur og mér líður miklu betur,“ segir hann

Vanmetin mynd

Kilo og Hafsteinn ræða um kvikmyndir frá tíunda áratug síðustu aldar í þættinum, þeir fjalla meðal annars um myndirnar True Lies, The Adventures of Ford Fairlane, Run, Boogie Nights, Out for Justice, Dracula og margar fleiri.

Kvikmyndir hafa alltaf verið stór partur af lífinu hans Kilo og hafa myndir frá þessum áratug verið í miklu uppáhaldi hjá honum. Kilo nefnir sérstaklega eina vanmetna mynd sem hann vill benda fólki á.

„Sweet Nothing er mynd með Michael Imperioli sem lék í The Sopranos. Hún er byggð á dagbók sem fannst í íbúð, einhver yfirgefin íbúð þar sem einhver framleiðandi eða rithöfundur fann dagbókina og gaf hana út sem bók. Þetta var dagbók hjá manni sem átti fjölskyldu, börn og eitthvað dæmi, sem varð síðan eiturlyfjafíkill. Michael Imperioli leikur hann og það er farið í gegnum allt ferlið með þessum manni. Hvernig allt byrjar vel og svo fær maður að sjá hvernig hann tapar öllu. Sweet Nothing er geðveik mynd. Geggjuð saga.“

Í þættinum ræða þeir einnig hvort að Mel Gibson sé í alvörunni asni, hversu fyndinn Arnold Schwarzenegger er í True Lies, hversu skotnir þeir voru í Jessica Alba í Idle Hands, hversu geggjað það er þegar Kurt Russell og Val Kilmer fara á eftir genginu í myndinni Tombstone og margt, margt fleira.

Bíóblaður er á YouTube, Spotify og Apple Podcasts. Horfðu á þáttinn í heild sinni hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Daði og Gagnamagnið á lista Time yfir tíu bestu lög 2020

Daði og Gagnamagnið á lista Time yfir tíu bestu lög 2020
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndina: Svala Björgvins og Kristján fengu sér paratattú

Sjáðu myndina: Svala Björgvins og Kristján fengu sér paratattú
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gæludýrin í Hvíta húsinu

Gæludýrin í Hvíta húsinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrum forseti borgarstjórnar selur fallega íbúð á Vesturgötu

Fyrrum forseti borgarstjórnar selur fallega íbúð á Vesturgötu