fbpx
Fimmtudagur 26.nóvember 2020
Fókus

Afhjúpar sannleikann á bak við myndirnar sínar á Instagram

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 18. nóvember 2020 10:15

Lindsey birti myndina til vinstri, en sannleikurinn er sá að hún skaðbrann þennan dag eins og má sjá á myndinni til hægri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lindsey Wedgeworth skefur ekki utan af því þegar hún afhjúpar sannleikann á bak við myndirnar sínar á Instagram.

Í myndbandi á TikTok fer hún yfir myndirnar sínar á Instagram og segir hvað hafi raunverulega gerst þegar myndin var tekin.

Hún byrjar á því að sýna mynd af sér þar sem hún er skælbrosandi í sundfötum á bát. Sannleikurinn er hins vegar sá að hún skaðbrann þennan dag og sýnir mynd til að sanna það.

Á næstu mynd má sjá hana með fullt af öðrum stelpum. „Ég fór ekki í háskóla og var ekki í systrafélagi. En ég kom mér einhvern veginn á þessa mynd, deildi henni og skrifaði svo: „Elska systur mínar.“ Þekki þær ekki neitt,“ segir hún.

Hún segir sannleikann á bak við fleiri myndir og segir að lokum:

„Ekki bera líf ykkar saman við líf annarra á Instagram. Það er ekki raunverulegt.“

@lindseyxworthReply to @responsibleanxiety the untold stories behind my insta pics… enjoy😅 ##fyp ##foryou ##WeekendVibes ##instagram ##embarrassing ##stories♬ Monkeys Spinning Monkeys – Kevin MacLeod

Myndbandið hefur slegið í gegn og hefur fengið yfir 1,3 milljón áhorf. Hún birti annað myndband í gærkvöldi þar sem hún afhjúpar sannleikann á bak við fleiri myndir.

„Sannleikurinn á bak við þessa mynd er að kærasti minn hætti með mér vikunni áður. Ég var drukkin og ein heima þegar ég tók myndina og deildi henni til að sýna honum hverju hann væri að missa af,“ segir hún um mynd af sér í sundbol og háum hælum.

@lindseyxworthReply to @tinytello part 2: untold stories of my insta pics! LOVE U GUYS ##fyp ##foryou ##stories ##instagram ##embarrassing♬ Monkeys Spinning Monkeys – Kevin MacLeod

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Gekk í gegnum sáran missi -„Mér finnst ég sjálf hafa verið að koma upp úr kafinu“

Gekk í gegnum sáran missi -„Mér finnst ég sjálf hafa verið að koma upp úr kafinu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Lifði tvöföldu lífi eftir skilnaðinn – Kynlífsvinna, karlmannshárkollur og stinningarlyf

Sakamál: Lifði tvöföldu lífi eftir skilnaðinn – Kynlífsvinna, karlmannshárkollur og stinningarlyf
Fókus
Fyrir 4 dögum

Guðmundur leitar að týndu börnunum og segir þeim aldrei ósatt

Guðmundur leitar að týndu börnunum og segir þeim aldrei ósatt
Fókus
Fyrir 5 dögum

Viktoría gat ekki fagnað bókinni með Gísla Rúnari – „Þetta var síðasta verk Gísla“

Viktoría gat ekki fagnað bókinni með Gísla Rúnari – „Þetta var síðasta verk Gísla“