fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Tveir lögreglumenn fylgdu Herberti í jarðarför föður hans

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 17. nóvember 2020 09:43

Herbert Guðmundsson. Mynd/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Herbert Guðmundsson er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. Herbert, sem er löngu orðinn goðsögn í íslensku tónlistarlífi var um tíma langt leiddur í neyslu á kókaíni og segist alltaf hafa verið blankur þrátt fyrir að hafa þénað gífurlega vel.

„Minn alkohólismi þróast hægt og rólega og ég var alltaf svo duglegur að vinna að ég gat fjármagnað þetta. Fyrir utan tónlistina var ég alltaf söluhæsti sölumaðurinn hjá Erni og Erlygi og þegar ég hætti þar var ég búinn að selja bækur fyrir 380 milljónir! Þannig að þegar flasa djöfulsins [kókaín] kom inn í myndina hafði ég efni á því og það tók mig á fimm árum þangað að ég gjörsamlega kominn á hnén. Þetta er rosalega vont efni sem gerir mann eigingjarnan, sjálfhverfan og siðblindan. Áfengi var í raun aldrei mikið vandamál fyrir mig, en kókaínið tók mig. Þetta þróaðist rosalega hratt í mínu tilviki og þegar ég fór inn á Vog var ég alltaf að eyða allavega hálfri milljón á mánuði í kókaín. Þetta var 2007, þannig að þetta væri talsvert hærri upphæð í dag. Þó að ég væri alltaf að syngja og í bóksölunni var ég samt alltaf blankur,“ segir hann.

Samdi lag í fangelsi

Herbert sat um tíma í fangelsi og samdi þar sitt vinsælasta lag, „Can´t Walk away“. Í þættinum segir hann frá fangelsisvistinni og hvernig hún kom til:

„Ég var kokkur á togaranum MS Reykjafossi og var beðinn um að taka pakka með í land með misjöfnum efnum og ég hugsaði með mér að ég gæti grætt góðan pening og sló til. En svo var gæinn sem átti efnin tekinn af lögreglunni og hann bara kjaftaði, svo kemur „fíknó“ bara á höfnina þegar ég kom í land og ég handtekinn og settur í gæsluvarðhald í heilan mánuð. Ég sat í Síðumúlafangelsinu með fólkinu úr Geirfinnsmálinu, en svo var ég færður á Skólavörðustíg. Ég held að þeir hafi haldið að ég væri stór kall í fíkniefnabransanum á Íslandi, en ekki bara einhver sem ætlaði að græða pening á einni sendingu. En þetta var rosalegt sjokk þegar þetta átti sér stað, ekki síst fyrir fjölskylduna mína. Konuna mína, mömmu mína og ég var líka með tvö lítil börn á þessum tíma og pabbi minn var að deyja úr krabbameini, þannig að þetta var erfitt. Ég man að ég fékk að fara í jarðarförina hans, en var í fylgd tveggja lögreglumanna, sem stóðu við hurðina til að passa að ég færi ekkert,“ segir hann.

Herbert segir að fyrstu dagarnir í fangelsinu hafi verið verulega erfiðir, en smátt og smátt hafi hann náð hugarró og byrjað að lesa mikið af bókum. Svo fékk hann gítarinn sinn inn í fangelsið og þá varð til hans þekktasta lag. Herbert segir lagið hafa nánast komið til sín af himnum ofan.

„Svo fékk ég loksins gítarinn til mín inn í fangelsið, það tók talsverðan tíma að redda því og passa að það væri ekkert misjafnt inni í gítarnum og svona. Svo þegar hann er kominn inn, þá kemur lagið til mín frekar fljótt: „There is a way every day, to the problems that man just can´t turn away. Because in this life people try to walk away and say it´s ok, but i´ve seen a terror screen and it build´s up like a monster machin.“ Svo á ég þetta lag í talsverðan tíma áður en það var svo gefið út. Svo fékk ég sex mánaða dóm og fór í netavinnu á Kvíabryggju. Það var góður tími og þetta var í heild sinni mjög góður skóli og kenndi mér mikla auðmýkt.“

Þegar talað er um níunda áratuginn í tónlist á Íslandi kemur nafn Herberts fljótt upp í huga fólks. Herbert, sem er þekktur fyrir mikinn dugnað og gott hugarfar missti allt eftir hrunið 2008 og segist í kjölfar þess hafa tileinkað sér „minimalískan“ lífsstíl, sem hann stundar enn og segir að auki hamingju sína. Í þættinum fara Sölvi og Herbert yfir magnaðan feril Herberts, sögur úr jailinu, bóksölu fyrir hundruði milljóna og margt margt fleira.

Horfðu á þáttinn hér að neðan. Þú getur einnig hlustað á hann á Spotify.

https://www.youtube.com/watch?v=AaZsDTgBNGY&t=1729s

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“