fbpx
Mánudagur 10.maí 2021
Fókus

Konur uppljóstra um stærstu mistökin sem karlmenn gera í svefnherberginu – „Það er bilað hvað þetta gerist oft“

Fókus
Mánudaginn 16. nóvember 2020 23:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki alltaf leikur einn að sofa hjá. Sérstaklega þegar leikur er tekinn með nýjum leikfélaga sem kann ekkert inn á líkama þinn og þú ekki á hans. Eins getur áfengi haft áhrif og það ekki til batnaðar og svo getur fólk auðvitað bara átt stjarnfræðilega illa saman undir sænginni.

Sumt er þó hægt að forðast og það er til umræðu á vinsælum þræði á samskipta- og afþreyingarvefnum Reddit þar sem notandi spurði „Konur á Reddit, hver eru stærstu mistökin sem karlmenn gera í kynlífi“

Sem stendur eru svörin orðin fleiri en þrjú þúsund talsins og því ljóst að mistök eru nokkuð algeng.

1 Skipta um takt

Gífurlegar margar konur nefndu taktbreytingar sem stór mistök. Þá helst í því samhengi að menn fari að flýta sér um of þegar elskhugi þeirra hefur sagt þeim að halda áfram eða að hætta ekki.

„Þegar ég segi þeim að halda áfram og að mér líki þetta en þeir bregðast við með því að auka hraðann eða breyta taktinum. Ég kunni að meta hraðann sem við vorum á, “ skrifar ein. Fjölmargar konur tóku undir með þessu.

„Þegar við segjum: „Ekki hætta“ EKKI FARA HRAÐAR! Haltu áfram að gera NÁKVÆMLEGA það sem þú ert að gera í guðs bænum,“ skrifaði önnur.

2 Engin samskipti 

Margar nefndu að skortur á samskiptum væru stór mistök. Með opnum og góðum samskiptum sé hægt að fyrirbyggja mikið af helstu mistökunum fyrir fram auk þess sem samskipti séu alltaf af hinu góða og geti aukið undir nánd.

„Skortur á samskiptum. Þú gætir forðast öll mistökin sem hér koma fram og forðast að gera eitthvað sem hentar ekki bólfélaga þínum. Ekki allar konur vilja það sama. Talaðu við bólfélaga þinn,“ skrifar ein.

Margar nefndu einnig að menn ættu það til að prófa nýja hluti án þess að ræða það fyrirfram. Eins og endaþarmsmök, eitthvert blæti, að gera kynlífið harkalegra og svo framvegis. Ekki getur bara skortur á samskiptum í slíkum tilvikum verið hvimleiður vandi og til þess fallinn að skapa leiðindi heldur er t.d. í þeim dæmum sem nefnd eru hér áðan hreinlega um nauðgun að ræða þar sem samþykki liggur ekki fyrir kynlífsathöfninni.

3 Fingur sem vilja snerta 

Fingrum karlmanna bregður oft fyrir í reddit þræðinum. Þá einkum kvarta margar undan því að karlmenn reyni að beita fingrum sínum í kynlífi án þess að hafa klippt á sér neglurnar. Eins að karlmenn viti stundum ekkert hvað þeir eigi að gera við fingurna.

„Þegar þeir halda að þeir séu að putta þig en eru í raun að hamast á milli ytri skapabarma þinna og lærisins. Það er bilað hvað þetta gerist oft. Bara aðeins til hægri, herra minna, taktu þig nú saman í andlitinu,“ skrifar ein.

„Nota fingurna eins og þeir séu að grafa eftir einhverju eða reyna að koma sláttuvél í gang. Hvar lærðu þeir þetta. Vinsamlegast hættið,“ skrifar önnur.

4 Klám-misskilningurinn

Margar nefndu að það væru stór mistök þegar menn telja sér trú um að klám gefi rétta mynd af því hvað konum þykir gott.

„Að halda að alvöru konur kunni að meta það sama og leikkonur í klámi þykjast kunna að meta“

5 Haus-ýtið

Konurnar nefndu einnig hvimleiðan vanda sem er að karlmenn hafi reynt að ýta höfði þeirra niður í átt að kynfærum þeirra til að fá þær til að veita þeim munnmök.

„Hausa-ýtið. Við förum niður á ykkur þegar og ef við viljum“

Önnur nefndi annað vandamál. „Þegar kona er að veita þér munnmök, í guðs lifandi bænum EKKI halda um hausinn hennar og reyna sjálfur að stjórna hraðanum. (ekki nema hún vilji það)“

6 Að beita þrýstingi

„Mistök: Að þrýsta á að fá að gera eitthvað sem ég er búin að segja að ég vilji ekki og halda að ég muni skipta um skoðun þegar ÞÚ færð að gera það,“ skrifar ein og margar taka undir.

Önnur nefndi dæmi um að menn þrýsti á að fá að sleppa því að nota smokk.

„Að væla og fara í fýlu út af smokkum. Ó þú kannt ekki að meta smokka? Veistu hvað, þú ert ekki fallegt og einstakt snjókorn. Enginn kann við þá. Ef þú í alvörunni kemur honum ekki upp með smokk, og hefur í alvörunni virkilega reynt að leysa það vandamál (Prófa mismunandi tegundir, fróa þér með smokk á til að venja typpið á tilfinninguna) þá skaltu einblína á allt annað sem þú getur gert til að sannfæra mig um að þú sért öruggur og umhyggjusamur elskhugi. Ekki reyna að tala mig til svo þú getir stundað kynlíf án smokks. Það er ástæða fyrir að ég vil nota hann, jafnvel þó ég kunni ekkert sérstaklega mikið að meta það heldur.“

7 Þögnin 

Konurnar kvörtuðu einnig undan því þegar karlmenn eru of hljóðir á meðan kynlífi stendur.

„Þögn. Þetta er ekki rétta tilefnið fyrir stóíska ró. Láttu mig vita að þú ert að njóta þín, í guðs bænum“

8 Að einblína of mikið á fullnæginguna 

Fullnægingin kom oft til umræðu inn á þræðinum. Nefndu konur þá að bæði væru það mistök hjá karlmönnum að halda að kynlíf sé búið um leið og þeir hafa fengið fullnægingu og eins að halda að konan verði í öllum tilvikum að fá það.

„Að komast í uppnám eða fara í fýlu ef þeir ná ekki að láta mig fá fullnægingu. Stundum spyr ég hvort ég megi nota kynlífstæki í smá stund, eða hvort við getum hætt því þetta er ekki í kortunum fyrir mig þann daginn og kynlífið er orðið óþægilegt.

Stundum verða menn óöruggir því „Hvað er typpið mitt ekki nógu gott fyrir þig?“ Eins og það sé stærðin á þeim eða það að þeir séu ekki góðir í rúminu sem er að valda. Nei það er ekki svo. Fullnæging kvenna er duttlungafull fyrir margar konur. Sumar geta ekki fengið það með bólfélögum sínum. Og þó svo ekkert sé eins árangursríkt og hlutir sem titra með taktföstum hætti þá þýðir það ekki að við viljum ekki alvöru kynlíf“

 

Það eru þó líka karlmenn sem hafa tjáð sig undir þessum þræði og einn kom með gott ráð til kynbræðra sinna sem hann sagðist hafa reynst sér vel.

„Mér finnst HASS aðferðin best

H – Hægðu á þér 
A – Athygli á viðbrögðum 
S – Spurðu hvort þeim líki þetta eða hvort þau séu í lagi 
S – Sýndu þeim hvað þér líkar og bjóddu þeim að gera slíkt hið sama“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Móðir Guðrúnar tapaði baráttunni við fíknsjúkdóminn – „Það kemur enginn heill út úr svona aðstæðum sem barn“

Móðir Guðrúnar tapaði baráttunni við fíknsjúkdóminn – „Það kemur enginn heill út úr svona aðstæðum sem barn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslendingum heitt í hamsi í kjölfar frétta um Sölva – „Hryllilegt að lesa frásagnir þessara kvenna“

Íslendingum heitt í hamsi í kjölfar frétta um Sölva – „Hryllilegt að lesa frásagnir þessara kvenna“