fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Ung kona gerði skelfilega uppgötvun í mátunarklefanum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 12. nóvember 2020 11:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ung kona gerði skelfilega uppgötvun þegar hún var í mátunarklefa fataverslunar. Hún tók eftir því að karlmaður í næsta klefa var að taka hana upp í laumi. Hún greinir frá þessu á TikTok og sýnir hvernig maðurinn fór að þessu. Hann stillti símanum sínum upp við skóna sína svo að myndavélin vísaði inn í klefa konunnar.

Sjáðu myndbandið hér að neðan.

@maceyl7be safe out there😣♬ Capone – Oh No – 由user043998上传

Myndbandið hefur vakið gríðarlega athygli. Það hefur fengið yfir 16,2 milljón áhorf og því miður hefur Macey neyðst til að loka fyrir ummæli við myndbandið. Hún útskýrir ástæðuna og segir að það hafi ekkert með sanngildi myndbandsins að gera.

„Myndbandið er raunverulegt, ég lokaði fyrir komment því fólk var að vera mjög andstyggilegt og andlega heilsa mín ræður ekki við það,“ segir hún.

„Mér þykir leitt að fólk sé að vera andstyggilegt við þig, takk fyrir að deila myndbandinu og leiðinlegt að þú hafir þurft að upplifa þetta,“ segir einn netverji.

„Takk, kann virkilega að meta þetta. Það var skelfilegt að upplifa þetta og ég óska engum að lenda í þessu.“

Macey segir að hún hafi látið starfsmann verslunarinnar vita sem hafi „séð um málið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín
Fókus
Fyrir 5 dögum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla