fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

„Þegar hann dó þá sá ég bara svart“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 12. nóvember 2020 14:18

Ástrós, Bjarki og Emma.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástrós Rut Sigurðardóttir missti eiginmann sinn, Bjarka Má Sigvaldason, í júní í fyrra eftir langa baráttu við krabbamein. Bjarki var aðeins 32 ára gamall og áttu þau Ástrós saman eina dóttur, hana Emmu Rut Bjarkardóttur.

Ástrós er nýjasti gestur Einkalífsins á Vísi. Hún opnar sig um missinn og hvernig það hafi verið að sjá framtíðina fyrir sér eftir fráfall Bjarka.

Bjarki féll frá í júní á síðasta ári. Ástrós lýsir hvernig undanfarið ár hefur verið.

„Það er búið að vera ákveðinn tilfinningarússíbani. Þeir sem þekkja það að missa ástvin þá er þetta í rauninni eitt stærsta verkefni sem þú færð í lífinu og eitt erfiðasta hlutverk sem þú færð, að læra að lifa með sorginni og sætta sig við hluti sem maður fær ekki breytt,“ segir Ástrós í Einkalífinu.

„Í mínu tilfelli var það þannig að fyrstu vikurnar voru í móðu. Ég man ekkert rosalega mikið eftir síðasta ári, eftir að hann lést. Ég man að mér fannst mjög mikilvægt að halda góða jarðarför og góða erfidrykkju, eitthvað sem hann hefði orðið stoltur af. Svo man ég í rauninni ekki mikið meira, vegna þess að skammtímaminnið mitt svo gott sem fór. Ég var mjög ringluð á þessum tíma og þurfti náttúrlega bara stuðning frá fjölskyldu og vinum.“

Ástrós segir að dóttir þeirra hafi haldið henni gangandi og dagarnir fóru í að sinna henni.

Var hrædd um að verða einmana

Ástrós viðurkennir að hún hafi óttast um að verða einmana eftir fráfall Bjarka. Hún og Bjarki kynntust þegar þau voru unglingar í menntaskóla. „Hann var minn draumaprins,“ segir hún.

„Þegar hann dó þá sá ég bara svart. Ég varð mjög hrædd um að ég myndi aldrei finna neinn […] sem myndi láta mér líða eins og hann lét mér líða, og sem ég myndi elska svona mikið og fast. Ég var hrædd um að verða einmana. Ég mátti hugsa svolítið um mig, ég mátti hugsa um hvernig þetta yrði hjá mér, hvort ég myndi finna mann sem yrði nógu góður fyrir Emmu, myndi ég finna mann sem mig langaði að giftast og eignast börn með, eða yrði ég ein að eilífu […] Það breyttist aðeins, sem betur fer,“ segir Ástrós og brosir.

Ástrós er í dag í sambandi með Davíð Erni Hjartarsyni og eiga þau von á barni á næsta ári. Davíð á sjö ára son úr fyrra sambandi.

Þú getur hlustað á viðtalið í heild sinni hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“