fbpx
Miðvikudagur 02.desember 2020
Fókus

Hugleikur Dagsson um Skaupið í ár: „Það verður talað svolítið um COVID“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 11. nóvember 2020 08:57

Hugleikur Dagsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Uppistandarinn og rithöfundurinn, Hugleikur Dagsson, hefur gert ýmislegt um ævina en hann hefur meðal annars skrifað grínbækur sem hafa verið vinsælar bæði á Íslandi og erlendis. Hugleikur er mikill kvikmyndaáhugamaður og mætti því í hlaðvarpið Bíóblaður og ræddi við Hafstein Sæmundsson um ýmislegt tengt kvikmyndum.

Þó að Hugleikur sé kannski þekktastur fyrir myndasögurnar sínar, þá var hann einn af höfundunum sem skrifaði Áramótaskaupið í fyrra og er það aftur í ár.

„Ég er einn af sex aðilum sem er að skrifa skaupið núna og já, það verður allavega talað svolítið um COVID. Það verða einn eða tveir brandarar um COVID og svoleiðis. Akkúrat núna er þetta það sem ég er helst að gera vegna þess að við erum að fara að læsa skrifum og fara í tökur. Þannig að núna er verið að reka á eftir að endurskrifa þá sketsa sem enda í skaupinu. Í dag hittumst við ekki, núna eru þetta bara Zoom fundir. Allir skrifa bara það sem þeim dettur í hug og við lesum það fyrir hvort annað og það sem virkar heldur síðan áfram. Þetta finnst mér sniðugt ferli fyrir skaupið vegna þess að þetta þarf að höfða til svo margra. Þá er einmitt mjög sniðugt að hafa svona marga sem skrifa vegna þess að þá eru allir með sinn stíl og úr verður skemmtileg súpa,“ segir Hugleikur.

Besta Michael Bay myndin

Leikstjórinn Michael Bay kom einnig til tals hjá Hugleiki og hvernig hann hefur stundum misst sig í brjálæðinu og svokölluðu „Bayhem.“

„Bad Boys II er í rauninni einhvers konar meistaraverk. Þetta er besta Michael Bay myndin. Hún er sturluð. Algjörlega „bonkers“. Byrjar á þessu KKK atriði og í miðri mynd er bílaeltingaleikur þar sem að lík detta niður af líkflutningabíl og Will Smith og Martin Lawrence reyna að beygja framhjá en keyra yfir nokkur lík. Síðan í lokin keyra þeir í gegnum fátækrahverfi í Kúbu og þetta er vissulega ekki viljandi en það lítur út eins og einhver ádeila á bandaríska utanríkisstefnu. Myndin er svo röng af mörgum ástæðum en það verður aldrei tekið af Michael Bay að hann er auteur.“

Í þættinum ræða þeir einnig hvernig Star Wars myndirnar hafa þróast í gegnum árin, erfiðleikana við að vinna sem uppistandari á COVID tímum, fordómana sem myndasöguaðdáendur þurfa stundum að finna fyrir, hvernig Marvel náði meistaralega að búa til góðar ofurhetjumyndir sem náðu til flestra og margt, margt fleira.

Bíóblaður er á YouTube, Spotify og Apple Podcasts.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Matur & heimili á Hringbraut í kvöld: Jólabakstur og jólaborðið dekkað

Matur & heimili á Hringbraut í kvöld: Jólabakstur og jólaborðið dekkað
Fókus
Fyrir 2 dögum

Brandari Ómars vekur mikla reiði – „Djöfull á ég eftir að fá mikið hatur á mig núna“

Brandari Ómars vekur mikla reiði – „Djöfull á ég eftir að fá mikið hatur á mig núna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bíða með skilnað fram yfir jól? – Við konan mín erum komin alveg út í horn

Bíða með skilnað fram yfir jól? – Við konan mín erum komin alveg út í horn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sóli Hólm er betri maður eftir erfiðleikana – „Ég græddi á því að fá krabbamein“

Sóli Hólm er betri maður eftir erfiðleikana – „Ég græddi á því að fá krabbamein“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona eiga þau saman – „Þau sjá bæði fegurðina í lífinu“

Svona eiga þau saman – „Þau sjá bæði fegurðina í lífinu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Horfin eiginkona, skapstór eiginmaður og afbrigðilegur tengdafaðir

Sakamál: Horfin eiginkona, skapstór eiginmaður og afbrigðilegur tengdafaðir