fbpx
Fimmtudagur 03.desember 2020
Fókus

Harry Potter stjarna mætt á Instagram til að frumsýna dótturina

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 11. nóvember 2020 13:00

Rupert Grint og Georgia. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Rupert Grint var að eignast sitt fyrsta barn með kærustu sinni og leikkonunni Georgia Groome.

Rupert Grint er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Ron Weasley í Harry Potter myndunum. Margir þekkja Georgiu úr kvikmyndinni Angus, Thongs and Perfect Snogging.

Parið hefur verið saman síðan 2011. Samkvæmt People kom dóttir þeirra í heiminn 7. maí.

Rupert hefur hingað til ekki verið á Instagram, en bjó til síðu til að sýna heiminum dóttur sína.

Stúlkan fékk nafnið Wednesday G. Grint.

„Hæ Instagram, aðeins tíu árum of seinn, en hér er ég,“ sagði leikarinn á Instagram.

„Ég er hér til að kynna ykkur fyrir Wednesday G. Grint.“

Það leið ekki á löngu þar til mótleikarar hans úr Harry Potter óskuðu honum til hamingju.

Tom Felton, sem lék Draco Malfoy, skrifaði: „Velkominn Weasley, kominn tími til. Ástarkveðjur til Wednesday.“

James Phelps, sem lék Fred Weasley, hafði það stutt og laggott: „Núggat.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Frægustu stjörnur Íslands syngja um fjárhagserfiðleika Emmsjé Gauta – „Enginn hefur haft það verra en ég“

Frægustu stjörnur Íslands syngja um fjárhagserfiðleika Emmsjé Gauta – „Enginn hefur haft það verra en ég“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Greip kærastana glóðvolga við framhjáhald

Greip kærastana glóðvolga við framhjáhald
Fókus
Fyrir 3 dögum

Erfiðleikarnir móta mann gríðarlega mikið

Erfiðleikarnir móta mann gríðarlega mikið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hversu vel þekkir þú þessi jólalög? Taktu prófið og bannað að svindla!

Hversu vel þekkir þú þessi jólalög? Taktu prófið og bannað að svindla!