fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Bauð hárgreiðslukonunni drykk – Hefði betur sleppt því

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 11. nóvember 2020 13:58

Myndir: Kennedy News and Media

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Emily Hunt er 24 ára móðir frá Bretlandi. Boris Johnsson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti um mánaðarlangt útgöngubann í lok október sem tók gildi í síðustu viku. Áður en útgöngubannið skall á ákvað Emily að gera vel við sig og fá sér hárlengingar.

Hárlengingarnar sem hún valdi eru þess konar að þær eru „saumaðar“ í hár hennar. Hún fékk hárgreiðslukonu til að koma til sín og bauð henni drykk. Hárgreiðslukonan tók boðinu og umfram það, hún varð svo drukkin að þegar Emily kíkti í spegil langaði hana að gráta.

Myndir: Kennedy News and Media

Emily er sjálf hárgreiðslukona og bað fyrrum samstarfskonu sína um að lita hár sitt og setja hárlengingar áður en allar hárgreiðslustofur myndu loka aftur.

Hún borgaði konunni um 13 þúsund krónur fyrir vinnuna, sem tók samtals fjóra og hálfan tíma. Á meðan þessu stóð drakk konan gin og varð frekar létt á því. Hún meðal annars ákvað að þvo hárið sitt og á meðan þurfti Emily að gera mikið af vinnunni sjálf, eins og að blanda litina, skola litinn úr hárinu og sauma eitthvað af hárlenginunum saman.

Myndir: Kennedy News and Media
Útkoman var ekki sú sem hún hafði vonast eftir. Myndir: Kennedy News and Media

Daginn eftir hafði Emily samband við hárgreiðslustofu og grátbað um að fá tíma til að laga hárið. Hún fékk tíma og segir að starfsfólkið hafi verið í áfalli þegar það sá hár hennar. Ekki nóg með það þá tók það eftir því að nál var enn í hársverðinum.

Nálin sem fannst. Myndir: Kennedy News and Media

Emily sagðist hafa boðið fyrrverandi samstarfskonu sinni drykk, en bjóst ekki við því að hún myndi drekka svona mikið. Hún reyndi að hafa samband við konuna og óskaði eftir endurgreiðslu, en fékk ekkert svar. Þá ákvað hún að deila myndunum á Facebook og vakti færslan mikla athygli. Einn netverji orðaði þetta ágætlega.

„Ef 2020 væri hárgreiðsla,“ sagði hann.

Eftir lagfæringuna. Myndir: Kennedy News and Media

Í kjölfarið hafði konan samband og bauðst til að laga hárið, sem Emily afþakkaði.

„Hún bauðst til að laga hárið og sagðist vera viss um að hún hafi staðið sig hræðilega miðað við „það sem hún man,““ segir Emil sem hefur einnig haft samband við yfirmann konunnar og tilkynnt hana til eftirlitsaðila.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki