fbpx
Mánudagur 10.maí 2021
Fókus

Fór 17 ára í trekant með kennaranum sínum – Vill meina að ekki hafi verið um misnotkun að ræða

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 11. nóvember 2020 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður á fertugsaldri glímir við vandamál í rúminu eftir að hafa byrjað að stunda kynlíf með listkennaranum sínum og bestu vinkonu hennar. Maðurinn greinir frá vandamálum sínum í bréfi til kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun, Dear Deidre. 

„Kennnaranum mínum fannst ég vera hæfileikaríkur. Hún leyfði mér þess vegna að vera lengur í skólanum svo ég gæti haldið áfram með málverkin mín,“ segir maðurinn en hann var á þessum tíma 17 ára gamall en kennarinn var 29 ára. „Við töluðum saman og urðum náin. Það var frábært að vera með einhvern fullorðinn sem veitti ástríðunni minni áhuga, foreldrum mínum fannst ekkert varið í listsköpun.“

Maðurinn varð hrifinn af kennaranum sínum og segir að draumarnir hans hafi orðið að veruleika þegar hún kyssti hann einn daginn. „Hún var að halla sér yfir öxlina mína til að sýna mér hvernig ég átti að mála þegar það gerðist,“ segir maðurinn en eftir kossinn steig kennarinn til baka og sagði að þetta væri ekki rétti staðurinn.

Kennarinn bauð manninum heim til sín nokkrum dögum seinna og sagðist vera með bækur um list fyrir hann. „Við stunduðum kynlíf saman í fyrsta skiptið sem ég fór þangað. Þetta var fyrsta skiptið mitt og það var draumi líkast. Hún var ekki að misnota mig, ég elskaði þetta,“ segir maðurinn.

„Við stunduðum kynlíf nokkrum sinnum í viðbót en einn daginn var meðleigjandinn hennar heima en þær voru bestu vinkonur,“ segir maðurinn en hann endaði á að fara í trekant með kennaranum og bestu vinkonu hennar þennan daginn.

Eftir þetta flutti kennarinn en maðurinn segir að eftir að hún fór hafi hann verið með afskaplega mikið sjálfstraust. Hann fór í listaskóla og fékk vinnu við auglýsingagerð. En hann segir að honum hafi ekki gengið jafn vel þegar kemur að félagslega og kynferðislega hlutanum í lífinu eftir að kennarinn fór.

„Ég er líka með stórt typpi núna,“ segir maðurinn síðan og lýsir því sem bölvun. „Strákar öfunda mig en stelpur hræðast það. Ég þarf annað hvort að hætta í miðjum klíðum þar sem typpið meiðir þær eða þá að við byrjum aldrei því þær eru hræddar við það.“

„Stórt typpi getur verið ógnvekjandi“

Hann biður Deidre um ráð þar sem nú vill hann komast í alvöru samband en það gengur ekki nógu vel hjá honum. Deidre segir að með trekantinum og hinu kynlífinu með kennaranum hafi maðurinn öðlast reynslu í kynlífi en ekki reynslu í samböndum. „Þú segir að þú hafir elskað þetta en í raun og veru var þetta misnotkun. Þetta væri ólöglegt núna,“ segir Deidre og kemur síðan með lausn á stærðinni á kynfærum hans.

„Stórt typpi getur verið ógnvekjandi fyrir konur en ef þú og makinn þinn elskið hvort annað í raun og veru þá eru til stellingar og brögð sem hjálpa ykkur að njóta hvers annars kynferðislega. Reyndu virkilega að kynnast makanum fyrst svo þú, sem persóna, sért mikilvægari en líkaminn þinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Paris Hilton afhjúpar sannleikann á bak við umdeilda hlýrabolinn

Paris Hilton afhjúpar sannleikann á bak við umdeilda hlýrabolinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja Twitter vera nýja OnlyFans – Peningasendingar og nekt leyfð

Segja Twitter vera nýja OnlyFans – Peningasendingar og nekt leyfð
Fókus
Fyrir 4 dögum

Húsmæðraorlof Camillu gerði allt vitlaust – „Veistu hvað, nú þarft þú að fara að passa þig“

Húsmæðraorlof Camillu gerði allt vitlaust – „Veistu hvað, nú þarft þú að fara að passa þig“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dóttir Manuelu fékk Gucci-veislu og stórkostlegan leynigest – „Andlitið á henni þegar hann labbaði inn“

Dóttir Manuelu fékk Gucci-veislu og stórkostlegan leynigest – „Andlitið á henni þegar hann labbaði inn“