fbpx
Fimmtudagur 03.desember 2020
Fókus

Lína Birgitta sýnir muninn á Instagram og raunveruleikanum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 10. nóvember 2020 13:41

Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnakonan og áhrifavaldurinn Lína Birgitta Sigurðardóttir deilir áhrifamikilli mynd á Instagram. Á myndinni sýnir hún muninn á því sem „þú sérð“ og því sem „þú sérð ekki“.

Með þessu er Lína Birgitta að hvetja til jákvæðrar líkamsímyndar og vekja athygli á því að það sem við sjáum á samfélagsmiðlum er ekki endilega raunveruleikinn.

„Það er svo mikilvægt að minna sig á að það sem maður sér á samfélagsmiðlum er yfirleitt einhliða,“ segir Lína.

„Hver og einn stjórnar því sem hann deilir og oftar en ekki deila flestir myndum af sér upp á sitt besta. Sem dæmi er líkaminn minn ekki einhliða heldur er hann ALLSKONAR! Í dag vil ég deila með ykkur fleiri hliðum af líkamanum mínum, en þegar ég sit þá rúllast krúttlega uppá mallann minn, og bara svo það sé á hreinu þá eru magarúllur 100% eðlilegar! Þegar maður situr þá rúllast sjálfkrafa uppá magann og það sérstaklega þegar maður er í þröngum buxum.“

Þakklæti

Lína Birgitta hvetur fólk til að iðka þakklæti þegar það á erfiðan dag.

„Ef þú átt „shitty“ dag þegar það kemur að líkamanum þínum, reyndu þitt besta að þakka fyrir það sem líkaminn þinn gerir fyrir þig í stað þess að vera með þráhyggju varðandi hvernig hann lítur út. Líkaminn okkar er nefnilega magnaður. Hann kemur okkur á milli staða, hann meltir matinn sem við borðum, hann gerir okkur kleift að knúsa þá sem við elskum og endalaust meira,“ segir hún.

Færsla Línu Birgittu hefur vægast sagt slegið í gegn. Það er rétt rúmlega klukkutími síðan hún birti færsluna og hafa þegar 1600 manns líkað við hana þegar greinin er skrifuð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Frægustu stjörnur Íslands syngja um fjárhagserfiðleika Emmsjé Gauta – „Enginn hefur haft það verra en ég“

Frægustu stjörnur Íslands syngja um fjárhagserfiðleika Emmsjé Gauta – „Enginn hefur haft það verra en ég“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Greip kærastana glóðvolga við framhjáhald

Greip kærastana glóðvolga við framhjáhald
Fókus
Fyrir 3 dögum

Erfiðleikarnir móta mann gríðarlega mikið

Erfiðleikarnir móta mann gríðarlega mikið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hversu vel þekkir þú þessi jólalög? Taktu prófið og bannað að svindla!

Hversu vel þekkir þú þessi jólalög? Taktu prófið og bannað að svindla!