fbpx
Miðvikudagur 28.október 2020
Fókus

Pantaði draumakjólinn á Netinu – Trúði ekki eigin augum þegar hún opnaði kassann

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 9. október 2020 22:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fylgir alltaf ákveðin áhætta því að versla sér fatnað á Netinu, enda gefst þá ekki færi á að máta hann eða þreyfa á honum. Engu að síður nýta sér margir tæknina til að sjá um innkaupin enda oft hagkvæmara og gefur manni einnig færi á að versla utan landssteinanna.

Meaghan Taylor ákvað að panta draumabrúðakjólinn á Netinu fyrir aðeins 60 pund, eða um 10 þúsund íslenskar krónur. Líklega hefði þetta lága verð átt að kveikja á einhverjum viðvörunarbjöllum enda algengt að verð fyrir brúðakjóla hlaupi á tugum, jafnvel hundruðum þúsunda.

Myndin hér fyrir neðan sýnir kjólinn sem Meaghan hélt að hún væri að kaupa á kostakjörum.

Þetta var hins vegar ekki kjóllinn sem hún fékk. Í staðinn fékk hún flík sem passaði henni hryllilega illa. „Ég fékk áfall yfir því sem ég fékk. Þetta var engan veginn eins og myndin af kjólnum sem ég pantaði. Ég var miður mín en ég gat ekki annað en hlegið,“ sagði hún í samtali við Mirror.

Hún pantaði kjólinn af vefsíðunni Wish og hafði tafarlaust samband við seljanda og bað um endurgreiðslu. Hún segir þó að það hafi ekki gengið áfallalaust fyrir sig. „Ég bað um endurgreiðslu. En þeir sögðu að ég þyrfti upprunalega pakkningu og kassann sem fylgdi með, en ég hafði ekki geymt þetta. Ég reyndi að útskýra fyrir þeim að þetta hefði eyðilagt brúðkaupið mitt þar sem ég bjóst við kjólnum sem var sýndur á myndinni. Að lokum fékk ég endurgreitt.“

Meaghan gat þó séð spauglegu hliðina af þessum vefverslunar-mistökum sínum og ætlar að leita vel og vandlega að nýjum kjól fyrir brúðkaupið næsta sumar.

Þetta er kjóllinn sem hún fékk:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Barnið mitt er bústið – Er það endilega vandamál?

Barnið mitt er bústið – Er það endilega vandamál?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Blaðamaður fórnar sér – „Þetta er það allra versta sem ég hef gert“

Blaðamaður fórnar sér – „Þetta er það allra versta sem ég hef gert“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einhleypar athafnakonur – Eldklárar og æðislegar

Einhleypar athafnakonur – Eldklárar og æðislegar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kórdrengur í Kaupmannahöfn: Tíminn frá því í kringum 1970 lifnar við í nýrri bók eftir Jón Óskar Sólnes

Kórdrengur í Kaupmannahöfn: Tíminn frá því í kringum 1970 lifnar við í nýrri bók eftir Jón Óskar Sólnes
Fókus
Fyrir 4 dögum

Auddi Blö á von á sínu öðru barni – Deilir sónarmynd

Auddi Blö á von á sínu öðru barni – Deilir sónarmynd
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hugrún Britta samdi plötu og áttaði sig á að hún væri flæðigerva – Gefur út nýtt tónlistarmyndband

Hugrún Britta samdi plötu og áttaði sig á að hún væri flæðigerva – Gefur út nýtt tónlistarmyndband