fbpx
Miðvikudagur 28.október 2020
Fókus

Nýtt líf Björns Inga – „Þetta er sá maður sem ég vil vera“ – „Ég er bara Björn Ingi á Viljanum“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 9. október 2020 23:03

Skjáskot/Hringbraut

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, hætti að drekka fyrir rúmu ári síðan og segir að það hafi breytt lífi hans til hins betra. Mælir hann með því fyrir alla. Þetta kom fram í þættinum Mannamál á Hringbraut í gær þar sem Björn Ingi var gestur Sigmundar Ernis Rúnarssonar.

Björn fór um víðan völl. Að sjálfsögðu ræddi hann um kórónuveirufaraldinn, en einnig um stjórnmála- og fjölmiðlaferilinn. Það vakti athygli þegar Björn Ingi greindi frá því fyrir rúmu ári síðan að hann væri hættur að drekka. Sigmundur Ernir spurði hann út í þá ákvörðun.

„Þetta var farið að hamla mér í lífinu, hamla mér sem fjölskyldumanni, sem föður. Ég var ekki túramaður, þetta var svona sull. Fara á kaffihús, fá sér bjór heima eða léttvín eða hvað sem það var. Mér fannst þetta ekki laða fram mína bestu eiginleika. Ég var þreyttari, þyngri á mér. Ég hafði bara miklar áhyggjur af þessu.“

Björn Ingi segir að hann hafi séð að stefndi í óefni og ákvað að leita sér hjálpar.

„Mér fannst þetta stefna í ranga átt og þurfti þess vegna að leita mér hjálpar. Ég talaði við Þórarinn Tyrfingsson, fyrrverandi yfirlækni á Vogi, hitti hann. Hann mat það svo að ég þyrfti ekki að fara í afeitrunarmeðferð heldur fór ég og sótti mér svona fundi og hef ekki séð eftir því í eina einustu sekúndu. Þetta er algjörlega nýtt líf fyrir mig. Það er komið núna alveg vel yfir ár.“

Sá maður sem hann er í dag, sé sá maður sem hann vilji vera.

„Þetta er bara sá maður sem ég vil vera. Með skýra hugsun, hreinan haus og vera til staðar fyrir fólkið mitt og börnin mín. Ég finn það bara á andlegri og líkamlegri heilsu að þetta er allt annað. Það er ekki að vakna daginn eftir með einhvern kvíðahnút yfir því sem gerðist, því sem sagt var eða gert. Ég auðvitað bara mæli með þessu fyrir alla. Með hækkandi aldri og annað þá bara þolir maður þetta síður og þetta verður síður eftirsóttarvert og ég held að ég sé ekki að missa af nokkrum hlut.“

Kórónuveirufaraldurinn gefi fullt tilefni ti að endurskoða samskipti sín við áfengi.

„Til dæmis í þessu ástandi núna þar sem fólk er beðið um að vera heima hjá sér vikum og mánuðum saman. Margir hafa misst vinnuna, hafa áhyggjur af lífsafkomu sinni, áhyggjur af heilsu sinni, með kvíða og áhyggjur. Að vera að sulla í víni alla daga, eins og margir eru að gera, mánuðum saman, ofan í jafnvel einhver þunglyndislyf eða kvíðalyf eða hvað sem það er. Þetta er mikið áhyggjuefni fyrir okkur sem samfélag. Og áfengi er ekki vinur okkar, það er það ekki.“

Það var ekki eitthvað eitt atvik sem gerði Birni grein fyrir að hann þyrfti að setja tappann í flöskuna. Þórarinn Tyrfingsson tjáði honum að hann væri einn af þeim sem erfiðast væri að eiga við drykkjuna hjá, manneskja sem aldrei hafði tapað vinnunni og gat haldið sínu striki. Sagði hann að aðrir sem tækju drykkjuna stífar eða tækju túra reki sig fyrr á veggi, hinir geti haldið áfram út í hið óendanlega.

„Þetta var bara mín persónulega ákvörðun og ég sé ekki eftir því“

Björn Ingi lifir mun betra lífi í dag. Hann hreyfir sig meira, borðar hollar, stundar hugleiðslu og bænir. Hann segist vera ekki vera flokksbundinn og ekki stefna aftur í pólitík.

„Ég er bara Björn Ingi á Viljanum.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Þarna fékk ég nokkra daga til að hugsa um lífið og tilgang lífsins“

„Þarna fékk ég nokkra daga til að hugsa um lífið og tilgang lífsins“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Barnið mitt er bústið – Er það endilega vandamál?

Barnið mitt er bústið – Er það endilega vandamál?