fbpx
Föstudagur 23.október 2020
Fókus

Stormy Daniels lætur Melaniu Trump heyra það: „Þú settir píkuna þína og sálina á sölu“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 8. október 2020 09:22

Melania Trump og Stormy Daniels.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi erótíska leikkonan Stormy Daniels lætur forsetafrú Bandaríkjanna, Melaniu Trump, heyra það. Í leynilegri hljóðupptöku sem var lekið nýlega má heyra Melaniu Trump tala um Stormy Daniels og kalla hana „klámhóru“ (e. porn hooker).

Stephanie Winston Wolkoff lak upptökunni. Hún var vinkona Melaniu Trump í áratug og vann við hlið Melaniu í Hvíta Húsinu í tvö ár þar til hún hætti árið 2018. Stephanie gaf út bókina „Melania and Me: The Rise and Fall of my Friendship with the First Lady“ þann 1. september síðastliðinn. Síðan þá hefur hún lekið nokkrum leynilegum upptökum af samtölum þeirra.

Melania Trump, Donald Trump og Stephanie Wolkoff.

Í nýjustu upptökunni má heyra þær ræða um meint framhjáhald Donald Trump með Stormy Daniels. Melania nefnir myndatöku sem Stormy fór í hjá heimsfræga ljósmyndaranum Annie Leibovitz og segir „klámhóra“ þegar hún vísar í Stormy.

Stephanie birti upptökuna í hlaðvarpsþættinum Mea Culpa, sem er þáttur Michael Cohen, fyrrverandi lögmanns Donald Trump. Michael Cohen var einnig sá sem borgaði Stormy Daniels 18 milljón krónur skömmu fyrir forsetakosningarnar 2016.

Stormy Daniels svarar Melaniu á Twitter og lætur hana heyra það.

„Hahaha! En ég fékk ekki greitt fyrir kynlíf og er þar af leiðandi tæknilega séð ekki „hóra“. En ég vil frekar vera það heldur en að vera það sem þú ert,“ sagði Stormy.

„Þú settir píkuna þína og sálina á sölu. Haltu áfram að tala um mig. Að öðru, þá er ég hrifin af nýju brjóstunum þínum. Birtu (fleiri) nektarmyndir?“

Stormy Daniels varð fræg eftir að hafa haldið því fram að hafa sofið hjá Donald Trump árið 2006. Þá var Donald Trump giftur Melaniu. Donald Trump hefur alla tíð neitað því. Michael Cohen, þáverandi lögmaður Trump, borgaði Stormy 18 milljón krónur ellefu dögum fyrir forsetakosningarnar árið 2016, gegn því að hún myndi ekki segja frá meintu sambandi þeirra.

Sjá einnig: „Ég ætla að segja frá öllu“ – Stormy Daniels gefur út bók um sambandið við Trump

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Heimsfaraldurinn hefur áhrif á kynlíf – Minna um munngælur og strokur

Heimsfaraldurinn hefur áhrif á kynlíf – Minna um munngælur og strokur
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Kynlífið með honum er ennþá besta kynlífið“ segir kona um sinn fyrrverandi – „Ég er ekki með neitt samviskubit“

„Kynlífið með honum er ennþá besta kynlífið“ segir kona um sinn fyrrverandi – „Ég er ekki með neitt samviskubit“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nektarmynd Ashley Graham vekur athygli

Nektarmynd Ashley Graham vekur athygli
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kristbjörg opnar sig: „Ég man hvað ég var glórulaus“

Kristbjörg opnar sig: „Ég man hvað ég var glórulaus“