fbpx
Þriðjudagur 20.október 2020
Fókus

„Hann er ekki pabbi minn“ – 28 ára aldursmunur og segir kynlífið frábært

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 8. október 2020 11:06

Kayla og Stephen eru ástfangin. Mynd/News.au

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kayla Caudill er 23 ára og er í sambandi með Stephen Dunn, sem er 51 árs. Þau kynntust í maí í fyrra þegar Kayla kom á stofu Stephen til að fá gat í naflann.

Þau náðu vel saman og urðu fljótt vinir þrátt fyrir að vera bæði í sambandi á þessum tíma. Rómantíkin blómstraði og mánuði seinna fór Kayla frá eiginmanni sínum og Stephen frá eiginkonu sinni. Kayla segir News.au sögu þeirra.

„Mér fannst hann svo sjarmerandi, myndarlegur og eftirtektarsamur. Honum fannst ég blíð og honum líkaði hvernig ég hlustaði þegar hann talaði. Það var svo sterk tenging á milli okkar,“ segir Kayla við ástralska vefinn.

„Við sögðum bæði skilið við gamla líf okkar, fyrir hvort annað. Þetta var klikkað. En ég vissi að ég varð að fá hann. Hann var allt sem ég vildi,“ segir hún og bætir við að samband þeirra hefur gengið í gegnum erfiðar þrautraunir. „Líkurnar voru á móti okkur, en við vissum að við elskuðum hvort annað.“

Kayla segir að þau skemmti sér vel saman.

28 ára aldursmunur

Það er 28 ára aldursmunur á parinu en þau segja það ekki hafa nein áhrif á samband þeirra.

„Ég hef ekki eins mikla lífsreynslu og hann, en ég hef gengið í gegnum margt. Hann kennir mér ýmislegt um lífið og ég læri. Ég er þroskuð miðað við aldur. Við værum ekki saman ef ég myndi hegða mér í samræmi við aldur. Ég lít á mig sem 43 ára konu í 23 ára líkama,“ segir Kayla.

Hún segir að sambandið gangi upp því þau skemmta sér saman og „stunda mikið kynlíf.“

„Við látum hvort annað hlæja. Við fáum tækifæri til að upplifa raunverulega ást. Við hjálpum hvort öðru að vinna úr fyrri áföllum og við stundum mikið kynlíf. Það hljómar furðulega en okkur skorti það báðum í fyrri samböndum.“

Ekki pabbi minn

Það kemur kannski ekki mörgum á óvart að parið lendi reglulega í því að fólk heldur að þau séu feðgin.

„Við fáum oft spurninguna: „Er þetta dóttir þín?“ Við elskum að láta fólk stara og rugla þau í ríminu,“ segir hún og bætir við að hún hefur oft þurft að útskýra að „hann er ekki pabbi minn.“

Það hefur tekið fjölskyldur þeirra langan tíma að sætta sig við samband þeirra, sérstaklega fjölskyldu Stephens.

„Stephen fór frá konunni sinni eftir langtíma samband og þau eiga saman börn,“ segir Kayla og segir að fjölskylda hans á erfitt með að skilja af hverju hann sé með einhverri sem er svona mikið yngri.

„Ég má ekki vera í kringum börnin hans, sem er erfitt því ég vil eiga líf með Stephen og börnin eru stór hluti af hans lífi,“ segir Kayla.

„En fjölskyldan styður hann sem skiptir öllu máli.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vikan á Instagram: „Nýr veruleiki ráðherra og þingmanna“

Vikan á Instagram: „Nýr veruleiki ráðherra og þingmanna“
Fókus
Í gær

„Þau eru bæði forvitin, en annað þeirra er úthverft og hitt innhverft“

„Þau eru bæði forvitin, en annað þeirra er úthverft og hitt innhverft“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mannréttindalögfræðingurinn Claudia Ashanie Wilson: Upp á líf eða dauða – Hættuleg einangrunarstefna

Mannréttindalögfræðingurinn Claudia Ashanie Wilson: Upp á líf eða dauða – Hættuleg einangrunarstefna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sakamál – Starfsmannafundurinn breyttist í martröð

Sakamál – Starfsmannafundurinn breyttist í martröð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Twitter – „Það er kannski á mörkunum að þetta sé birtingarhæft“

Vikan á Twitter – „Það er kannski á mörkunum að þetta sé birtingarhæft“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tímavélin – Íslensku bræðurnir sem trylltu Norðmenn

Tímavélin – Íslensku bræðurnir sem trylltu Norðmenn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjáðu myndirnar: Ingó Veðurguð selur húsið á Álftanesi

Sjáðu myndirnar: Ingó Veðurguð selur húsið á Álftanesi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nýjar auglýsingar frá Ölgerðinni vekja athygli – „Áslaug athugaðu. Það þarf ekki alltaf að vera vín.“

Nýjar auglýsingar frá Ölgerðinni vekja athygli – „Áslaug athugaðu. Það þarf ekki alltaf að vera vín.“