fbpx
Miðvikudagur 20.janúar 2021
Fókus

Kærastinn orðinn svo góður í rúminu að hana grunar að hann sé að halda framhjá

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 8. október 2020 14:55

Chloe og eiginmaður hennar James.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chloe Madeley, 33 ára, er dóttir bresku sjónvarpsstjarnanna Richard Madeley og Judy Finnigan. Hún er gift fyrrverandi ruðningsstjörnunni James Haskell.

Chloe talar mjög opinskátt um samband sitt og James, einnig kynlíf þeirra hjóna. Í samstarfi við Fabulous Digital svarar hún spurningum lesenda um allt sem tengist samböndum og kynlífi. Hún notar eigin reynslu til að gefa lesendum ráð og skafar ekkert af hlutunum.

Fyrsta vandamálið sem hún leysir er vandamál konu sem óttast að kærasti hennar sé að halda framhjá.

„Ég hef verið með kærastanum mínum í fimm ár. Kynlífið hefur alla tíð verið frábært. Við sofum saman allavega fjórum sinnum í viku og erum óhrædd við að prófa eitthvað nýtt um allt hús. Við fáum bara ekki nóg af hvort öðru. En nýlega hefur hann verið að prófa nýjar hreyfingar sem við höfum aldrei gert áður. Ég get ekki kvartað þar sem kynlífið er bilað, en ég hef samt áhyggjur af því hvar hann lærði allar þessar hreyfingar. Hann er í vaktavinnu, þannig ég veit ekki hvar hann er öllum stundum. Vinkonur mínar segja að hann sé örugglega að halda framhjá og ég hef miklar áhyggjur,“ segir konan.

Chloe gefur konunni ráð og segir henni að slaka á.

„Heldurðu að kærastinn þinn horfi ekki á klám þó þið séuð saman? Kynlífið okkar James er frábært. Við erum með bílskúr sem ég nota í einn klukkutíma á dag til að æfa. Hann notar þennan klukkutíma í að horfa á klám. Ég veit það vegna þess að ég hef gripið hann glóðvolgan. Það kom í ljós að hann gerir þetta reglulega,“ segir hún.

„Ég myndi slaka á ef ég væri þú. Talaðu við hann ef þú hefur áhyggjur. Þú ert ekki að saka hann um eitthvað ef þú bara spyrð. Ef þú talar ekki við hann þá ferðu að leita að vísbendingum um framhjáhald og verður alveg klikkuð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram: „Þetta ár fer í að njóta tvöfalt“

Vikan á Instagram: „Þetta ár fer í að njóta tvöfalt“
Fastir pennarFókus
Fyrir 2 dögum

The Bachelor, Love Island og kynlífsröskun

The Bachelor, Love Island og kynlífsröskun
Fókus
Fyrir 3 dögum

Algengustu mistökin þegar kemur að áramótaheitum – „Það er auðvelt að breyta því“

Algengustu mistökin þegar kemur að áramótaheitum – „Það er auðvelt að breyta því“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Frægir tvífarar – næstum eins og tvíburar

Frægir tvífarar – næstum eins og tvíburar
Fyrir 4 dögum

Dagur B. Eggertsson segir aukna hörku í samskiptum – „Sífellt áreiti kallar á þrot“

Dagur B. Eggertsson segir aukna hörku í samskiptum – „Sífellt áreiti kallar á þrot“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ráð til að standa við áramótaheitið – Setjum okkur skýrari og skemmtilegri skref

Ráð til að standa við áramótaheitið – Setjum okkur skýrari og skemmtilegri skref
Fókus
Fyrir 6 dögum

Þess vegna mega aðeins ógiftar og barnlausar konur keppa í Miss Universe Iceland

Þess vegna mega aðeins ógiftar og barnlausar konur keppa í Miss Universe Iceland
Fókus
Fyrir 6 dögum

„Ég neita að fela andlit mitt“

„Ég neita að fela andlit mitt“