fbpx
Miðvikudagur 28.október 2020
Fókus

Fimm barna faðir fékk loksins vinnu í Hafnarfirði

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 8. október 2020 13:50

Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breskur fimm barna faðir hefur fengið vinnu á leikskóla í Hafnarfirði eftir að hafa sótt árangurslaust um á leikskólum í Reykjavík.  Andy Morgan og unnusta hans Heiða Ingimarsdóttir fluttu til Íslands í sumar og leitaði Andy að vinnu, árangurslaust. Heiða tjáði sig um atvinnuleit Andy á Facebook í síðasta mánuði og ræddi einnig við mbl.is um málið á sínum tíma.

Andy talar íslensku og hefur áður búið hér á landi. Eftir að fjölskyldan flutti aftur til landsins vildi Andy vinna á leikskóla og sá að margir leikskólar í Reykjavík væru að auglýsa eftir starfskrafti. En sama hversu oft hann sótti um fékk hann engin viðbrögð. Hann fékk í eitt skiptið þau svör að skólinn væri fullmannaður, en samt sem áður var staðan áfram auglýst. Heiða sagðist velta því fyrir sér hvort að ástæðan væri aldur og kyn Andy.

Fékk vinnu í Hafnarfirði

Hafnfirðingur.is greindi frá því í gær að Andy væri kominn með vinnu á leikskólanum Hjalla í Hafnarfirði.

Í samtali við hafnfirdingur.is segir Heiða að leikskólastjórinn hafi haft samband við Andy eftir að hafa séð viðtalið og boðið honum í viðtal. „Hann gekk út úr því með atvinnutilboð sem hann að sjálfsögðu þáði á staðnum,“ segir hún.

Að sögn Heiðu lýst Andy vel á nýja starfið og sé létt að vera kominn með vinnu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Barnið mitt er bústið – Er það endilega vandamál?

Barnið mitt er bústið – Er það endilega vandamál?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Blaðamaður fórnar sér – „Þetta er það allra versta sem ég hef gert“

Blaðamaður fórnar sér – „Þetta er það allra versta sem ég hef gert“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einhleypar athafnakonur – Eldklárar og æðislegar

Einhleypar athafnakonur – Eldklárar og æðislegar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kórdrengur í Kaupmannahöfn: Tíminn frá því í kringum 1970 lifnar við í nýrri bók eftir Jón Óskar Sólnes

Kórdrengur í Kaupmannahöfn: Tíminn frá því í kringum 1970 lifnar við í nýrri bók eftir Jón Óskar Sólnes
Fókus
Fyrir 4 dögum

Auddi Blö á von á sínu öðru barni – Deilir sónarmynd

Auddi Blö á von á sínu öðru barni – Deilir sónarmynd
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hugrún Britta samdi plötu og áttaði sig á að hún væri flæðigerva – Gefur út nýtt tónlistarmyndband

Hugrún Britta samdi plötu og áttaði sig á að hún væri flæðigerva – Gefur út nýtt tónlistarmyndband