fbpx
Miðvikudagur 28.október 2020
Fókus

Myndband Fanneyjar Dóru vekur heimsathygli – Sjáðu hvað hún gerir við kattahárin

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 7. október 2020 14:10

Fanney Dóra Veigarsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn og förðunarfræðingurinn Fanney Dóra Veigarsdóttir á tvær kisur. Hún keypti sniðuga græju á netinu til að þrífa kattahár og tók upp myndband af græjunni í notkun. Hún ákvað að bíða með að birta myndbandið en það fór óvænt í birtingu og hefur slegið rækilega í gegn. Við ræddum aðeins við Fanneyju Dóru um myndbandið og viðbrögðin sem það hefur fengið.

Myndbandið hefur fengið tæplega 700 þúsund áhorf þegar greinin er skrifuð. Yfir 84 þúsund manns hafa líkað við það og mörg hundruð manns skrifað við það. Eins og fyrr segir fór myndbandið óvænt í birtingu.

„Ég var að passa litla frænda minn, hann fékk að fara á TikTok hjá mér og ég spáði ekkert í því, en sagði að hann mætti ekki deila neinu. En á TikTok eru „drögin“ við hliðina á mínum myndböndum og honum finnst gaman að skoða það,“ segir Fanney Dóra.

Litli frændi hennar hefur óvart birt eitt af myndböndum hennar sem hún geymdi í drögum, án hennar vitneskju.

„Daginn eftir var ég á TikTok og var með 99+ tilkynningar, ég skildi ekkert í því, þar sem ég var ekki búin að setja neitt nýtt. Þá var þetta myndband bara búið að fara út um allt, samt ekki með neinum texta eða myllumerkjum eða neitt – sem betur fer var þetta myndband sem mátti birtast,“ segir Fanney Dóra og hlær.

Horfðu á myndbandið hér að neðan. 

@fanneydora♬ original sound – Julie Ernst

Fanney Dóra keypti þessa sniðugu græju á pethairgone.com. Þetta er kærasti Fanneyjar Dóru sem er að nota græjuna. Netverjar spurðu hana af hverju kærasti hennar sé svona „aggresífur“ og svarar Fanney Dóra að græjan virkar ekki öðruvísi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Barnið mitt er bústið – Er það endilega vandamál?

Barnið mitt er bústið – Er það endilega vandamál?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Blaðamaður fórnar sér – „Þetta er það allra versta sem ég hef gert“

Blaðamaður fórnar sér – „Þetta er það allra versta sem ég hef gert“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einhleypar athafnakonur – Eldklárar og æðislegar

Einhleypar athafnakonur – Eldklárar og æðislegar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kórdrengur í Kaupmannahöfn: Tíminn frá því í kringum 1970 lifnar við í nýrri bók eftir Jón Óskar Sólnes

Kórdrengur í Kaupmannahöfn: Tíminn frá því í kringum 1970 lifnar við í nýrri bók eftir Jón Óskar Sólnes
Fókus
Fyrir 4 dögum

Auddi Blö á von á sínu öðru barni – Deilir sónarmynd

Auddi Blö á von á sínu öðru barni – Deilir sónarmynd
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hugrún Britta samdi plötu og áttaði sig á að hún væri flæðigerva – Gefur út nýtt tónlistarmyndband

Hugrún Britta samdi plötu og áttaði sig á að hún væri flæðigerva – Gefur út nýtt tónlistarmyndband