fbpx
Föstudagur 23.október 2020
Fókus

Hrollvekjandi svör kvenna við spurningunni: „Hvað myndir þú gera ef allir karlmenn á jörðinni hyrfu?“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 7. október 2020 12:07

Myndin tengist greininni ekki beint. Mynd/Getty Images.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta hljómar sem mjög sakleysisleg spurning: Hvað myndir þú gera ef allir karlmenn á jörðinni hyrfu í 24 tíma?

Netverji varpaði fram þessari spurningu á TikTok og hafa svör kvenna vakið mikla athygli. Instagram-síðan Feminist, sem er með 5,8 milljón fylgjendur, birti skjáskot af svörunum sem veita hrollvekjandi vísbendingu um raunveruleika kvenna.

Margar konur voru sammála um að þær myndu fara í áhyggjulausa kvöldgöngu.

„Fara út að ganga að kvöldi til,“ segir ein kona og hafa yfir 350 þúsund manns líkað við svar hennar.

Önnur segist myndi dansa á götum úti fram á nótt „án þess að óttast um líf mitt.“

Eins og fyrr segir hafa svörin vakið mikla athygli. Fjöldi karlmanna hafa skrifað við færslu Feminist og segir einn karlmaður að þeir þurfi að gera betur ef þetta er raunveruleikinn sem blasir konum.

„Þetta er niðurdrepandi, við karlmenn þurfum að gera betur,“ segir hann.

„Það er sorglegt að flest svörin snúast um að ganga einar úti að kvöldi til,“ segir annar karlmaður.

Fleiri svör kvenna

„Klæðast alvöru sundfötum og fara á ströndina,“ segir ein kona.

„Fara ein út að ganga eða ein út að hjóla,“ segir önnur.

„Fara í stóra lautarferð með vinkonum mínum seint að kvöldi og sofa undir stjörnubjörtum himni,“ segir ein, það hafa yfir 120 þúsund manns líkað við hennar svar.

„Ég veit ekki, klæðast því sem ég vil án þess að vera hrædd á götum úti,“ segir ein kona.

„Vera örugg á samfélagsmiðlum,“ segir ein og eru yfir 180 þúsund manns sammála henni.

Sjáðu fleiri svör í færslunni hér að neðan. Ýttu á örina til hægri til að sjá fleiri skjáskot.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Heimsfaraldurinn hefur áhrif á kynlíf – Minna um munngælur og strokur

Heimsfaraldurinn hefur áhrif á kynlíf – Minna um munngælur og strokur
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Kynlífið með honum er ennþá besta kynlífið“ segir kona um sinn fyrrverandi – „Ég er ekki með neitt samviskubit“

„Kynlífið með honum er ennþá besta kynlífið“ segir kona um sinn fyrrverandi – „Ég er ekki með neitt samviskubit“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nektarmynd Ashley Graham vekur athygli

Nektarmynd Ashley Graham vekur athygli
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kristbjörg opnar sig: „Ég man hvað ég var glórulaus“

Kristbjörg opnar sig: „Ég man hvað ég var glórulaus“