fbpx
Þriðjudagur 26.janúar 2021
Fókus

Sjáðu myndirnar: Kitty er konan á bak við tryllta hrekkjavökuhúsið á Hringbraut

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 30. október 2020 22:00

Kitty Von-Sometime. Myndir/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er óhætt að segja að Kitty Von-Sometime sé mikill aðdáandi hrekkjavökunnar. Kitty er breskur listamaður sem hefur búið á Íslandi undanfarin fimmtán ár. Hún er þekktust fyrir verkefni sitt The Weird Girls Project.

Kitty á heima á Hringbraut, besta stað í Vesturbænum. Skreytingar hennar vekja athygli vegfarenda og taka sumir auka rúnt til að sjá hvernig henni tekst að skreyta húsið á magnaðan hátt á hverju ári fyrir Hrekkjavökuna.

Aðspurð af hverju hún heillast svona af Hrekkjavökunni nefnir Kitty tvær ástæður. „Ég var „goth“ sem unglingur, og ég er þekkt fyrir að vera búningafrík. Það eiginlega útskýrir það. En í allri hreinskilni þá hefur hrekkjavakan í ár meiri merkingu fyrir mér en venjulega.

Kitty segir að hún hafi haft það ágætt á tímum Covid en nýlega hafi hún klesst á vegg. Hún hafi orðið mjög þreytt andlega þar sem hún hefur ekki hitt fjölskylduna sína í Bretlandi í mjög langan tíma. „Og vonir mínar um jól með þeim fara dvínandi, sem gerir mig sorgmædda og áhyggjufulla,“ segir Kitty.

„Að skreyta húsið færir mér hamingju, en líka ökumenn sem flauta þegar þeir keyra framhjá húsinu, vegfarendur sem veifa og meira að segja fólk sem þakkar mér fyrir að bæta daginn.“

Mynd/Valli

Hurðin varla lokaðist

Kitty hefur verið aðdáandi hrekkjavökunnar síðan hún man eftir sér. Undanfarin ár hefur hún lagt sig alla fram þegar kemur að því að skreyta. Hún flutti á Hringbrautina fyrir einu og hálfi ári og segir hún staðsetninguna vera fullkomna. „Það fara svo margir framhjá húsinu þannig ég hef verið að skreyta húsið meira að utan. Ég hef áður fyrr eytt mörgum dögum í að skreyta húsið alveg fáránlega mikið og haldið svo hrekkjavökupartý fyrir dóttur mína. En nú hafa Reykvíkingar meiri áhuga á „trick or treat“, eða hrekkjavöku-bingói þetta árið,“ segir Kitty.

Eins og fyrr segir er mikil umferð af gangandi vegfarendum og bílum í götu Kittyjar. Í fyrra lokaði hún varla hurðinni á milli þess sem börn komu til að biðja um sælgæti. „Þetta var æðislegt. Í ár ætla ég að klæða mig upp og veifa í hurðagættinni eða eitthvað svipað,“ segir hún.

Mynd/Valli

Endurnýtir sem mest

Skreytingarnar gerast ekki af sjálfu sér. „Það tekur ágætis tíma, sérstaklega köngulóarvefirnir,“ segir hún og bætir við að íslenska veðurfarið þessa vikuna hafi ekki boðið upp á að setja margar beinagrindur eða skrímsli.

„Það tekur ekki svo langan tíma að taka skreytingarnar niður. Mestur tími fer í að ná köngulónum úr köngulóarvefnum, en ég geri það yfirleitt í rólegheitunum yfir bíómynd. Ég reyni að endurnýta skreytingarnar sem mest.“

Mynd/Valli

Jólin

Það styttist óðum í jólin og þegar blaðamaður spyr Kitty hvort hún skreyti eitthvað svipað um jólahátíðina skellir hún upp úr.

„Þú hefur ekki hugmynd! Ég hef fengið að heyra að það líti út eins og jólin hefðu ælt yfir húsið mitt. Ég skreyti venjulega ekki seinna en 1. desember. Venjulega er ég með fleiri en eitt jólatré og hef þau eins stór og ég mögulega get. Fyrir nokkrum árum síðan tróð ég þremur risastórum jólatrjám frá Blómaval í Nissan Micruna mína. En ég hef hingað til ekki skreytt svo mikið að utan, kannski geri ég það í ár,“ segir Kitty.

„Ef ég get ekki séð fjölskyldu mína í Bretlandi vegna Covid þá verð ég mjög döpur, svo ég mun gera hvað sem ég get til að gleðja sjálfa mig. Ætli það komi ekki í ljós!“

Mynd/Valli
Mynd/Valli
Mynd/Valli
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Stofnandi Twitter fylgir nú Haraldi – „Fokking loksins“

Stofnandi Twitter fylgir nú Haraldi – „Fokking loksins“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Neteinelti og neikvæðu hliðar TikTok – „Fyrstu ljótu skilaboðin sem ég fékk voru „dreptu þig““

Neteinelti og neikvæðu hliðar TikTok – „Fyrstu ljótu skilaboðin sem ég fékk voru „dreptu þig““
Fókus
Fyrir 3 dögum

Opnar sig um sykurstelpulífsstílinn – „Ég er ekki vændiskona“

Opnar sig um sykurstelpulífsstílinn – „Ég er ekki vændiskona“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólíkar hefðir á bóndadaginn – „Kjánalegur dagur fyrir tvo homma“

Ólíkar hefðir á bóndadaginn – „Kjánalegur dagur fyrir tvo homma“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bólulæknirinn fjarlægir svakalegan fílapensil

Bólulæknirinn fjarlægir svakalegan fílapensil
Fókus
Fyrir 5 dögum

5 leiðir til að vera svo ómótstæðileg að hann vill aldrei fara

5 leiðir til að vera svo ómótstæðileg að hann vill aldrei fara