Mánudagur 08.mars 2021
Fókus

Kanye West kom Kim Kardashian á óvart með heilmynd af látnum föður hennar

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 30. október 2020 10:00

West-hjónin og heilmyndin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kim Kardashian-West varð fertug á dögunum. Afmælisfögnuður hennar hefur vakið töluverða athygli. Raunveruleikastjarnan kom vinum sínum og fjölskyldu á óvart með ferð á einkaeyju.

Sjá einnig: Kim Kardashian höfð að háði og spotti – Íslendingar taka þátt í gríninu

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Kim Kardashian West (@kimkardashian) on

Kanye West gaf eiginkonu sinni gjöf sem hún mun aldrei gleyma. Rapparinn og hönnuðurinn kom henni á óvart með heilmynd (e. hologram) af látnum föður hennar, Robert Kardashian.

Kim deildi myndbandi af heilmyndinni á Instagram og lýsti gjöfinni sem „óvæntum glaðning frá himnaríki.“

„Þetta var svo raunverulegt, við horfðum á þettaaftur og aftur. Þetta var mjög tilfinningaþrungin stund. Ég get ekki lýst því hvaða merkingu þetta hefur fyrir mig, systur mínar, bróður minn, móður mína og nánustu vini mína, að fá að upplifa þetta saman,“ segir Kim.

Í myndbandinu má sjá heilmynd Robert Kardashian tala um afrek Kim, eins og að hún sé lögfræðinemi og sé að ala upp fjögur börn. „Haltu áfram að gera það sem þú ert að gera Kimberly. Þú ert falleg sál. Ég er stoltur af þér og er alltaf hjá þér,“ segir heilmyndin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Svona getur þú séð ef einhver er að ljúga að þér

Svona getur þú séð ef einhver er að ljúga að þér
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kattarmyndband slær í gegn – 60 milljónir í áhorf á 4 dögum

Kattarmyndband slær í gegn – 60 milljónir í áhorf á 4 dögum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir einfalt próf gefa til kynna hvort þú sért siðblindingi eða ekki

Segir einfalt próf gefa til kynna hvort þú sért siðblindingi eða ekki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vill að konur gangi um með byssur – Þetta er ástæðan

Vill að konur gangi um með byssur – Þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslendingar bíða með öndina í hálsinum eftir mögulegu gosi – „Ertu með óróapúls eða ertu bara glaður að sjá mig?“

Íslendingar bíða með öndina í hálsinum eftir mögulegu gosi – „Ertu með óróapúls eða ertu bara glaður að sjá mig?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

53 ára og getur ekki beðið eftir því að sofa aftur hjá ókunnugum

53 ára og getur ekki beðið eftir því að sofa aftur hjá ókunnugum