fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Sigrún rifjar upp þegar hún þurfti að halda við móður sem grét svo mikið: „Þetta rífur í, það gerir það“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 29. október 2020 14:00

Sigrún Ósk Kristjánsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlakonan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir er nýjasti gestur Einkalífsins á Vísi. Hún hefur unnið við fjölmiðla síðastliðin 22 ár og rifjar upp í viðtalinu að hún kom fyrst fram í sjónvarpi þann 11. september 2001. Sigrún hefur um árabil slegið í gegn með þættina „Leitin að upprunanum“ á Stöð 2. Hún ræðir um þættina og segir frá andlegum áhrifum þess að vinna við þættina.

„Ég hef oft sagt að það sé erfiðara fyrir viðmælendur en mig en ég get játað að þetta rífur oft í,“ segir Sigrún í viðtalinu.

„Þetta er mjög stressandi og mikið langhlaup og mikil fjarvera frá heimili. Þetta er einhver tilfinningasúpa, þó maður standi bara á hliðarlínunni. Að vera vitni að þessum endurfundum,“ segir hún.

„Mér hefur fundist erfiðast að horfa á þessar mæður sem hafa þurft að gefa börnin sín frá sér vegna fátæktar. Auðvitað eru börn gefin af alls konar ástæðum en mér finnst það sárasta tilhugsunin því maður setur sig í þessi spor, svona óhjákvæmilega, og líka ég held að það sé allt annað að gefa barn og vita hvað var af því, vita að það hefur það gott, en að vera bara í myrkrinu hvað það varðar held ég að sé bara ógeðslegt. Svo einhvern veginn mætum við þarna út og það eru þessir endurfundir og allt það, og svo eru börnin farin aftur,“ segir hún og bætir við að það séu oft takmarkaðir möguleikar að hafa samband.

Sigrún rifjar upp augnablik í Sri Lanka þar sem hún þurfti að halda við móður sem grét svo mikið að hún gat ekki staðið í fæturna. „Þetta rífur í, það gerir það,“ segir Sigrún og viðurkennir að hafa sjálf fellt tár við tökur þáttanna.

Þú getur horft á þáttinn í heild sinni hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“