fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fókus

Þess vegna neitar Siggi Hlö að spila lög eftir Michael Jackson

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 28. október 2020 14:34

Siggi Hlö.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útvarpsmaðurinn Sigurður Hlöðversson, betur þekktur sem Siggi Hlö, hefur um árabil stýrt útvarpsþættinum „Veistu hver ég var?“ á Bylgjunni.

Sigurður fær reglulega beiðnir frá hlustendum sínum um að spila óskalög. Nú þegar hrekkjavakan nálgast eru hlustendur byrjaðir að biðja hann um að spila „Thriller“ með Michael Jackson, einum vinsælasta, og umdeildasta, tónlistarmanni sögunnar.

„Ég hef alltaf sagt „nei því miður, ég spila ekki lög með honum á minni vakt“, og þá hef ég fengið að heyra það óþvegið frá hans dyggustu aðdáendum og því langar mig að klára þetta mál í eitt skipti fyrir öll,“ segir Sigurður og gefur út yfirlýsingu þess efnis og útskýrir hvers vegna hann spilar ekki lög eftir Michael Jackson.

„Ég Siggi Hlö, útvarpsmaður, spila ekki lög með Michael Jackson í þætti mínum á Bylgjunni. Hann er að mínu mati barnaníðingur af verstu tegund og ég hef engan áhuga á að upphefja hann með því að spila lögin hans. Ég er ekki sammála þeim sem segja: „Það var aldrei neitt sannað á hann“ eða „hann er svo stórt nafn í tónlistarheiminum“ eða „hann á svo rosalega mörg þekkt lög“. Fyrir mér er engin afsökun á hans hegðun gangnvart ungum drengjum og þess vegna hef ég tekið þessa afstöðu, sem tveggja barna faðir,  og bið hlustendur um að virða það við mig.“

Yfirlýsing Sigurðar hefur vakið athygli og hafa yfir 500 manns líkað við færsluna og rúmlega 80 manns skrifað við hana. Viðbrögðin hafa verið mestmegnis jákvæð í garð Sigurðar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Maður þarf stundum að standa með sjálfum sér“

„Maður þarf stundum að standa með sjálfum sér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sigríður lýsir lækningamætti Einars – „Gleymi aldrei svipnum á læknunum þegar þeir skoðuðu nýjar myndir af hnénu“

Sigríður lýsir lækningamætti Einars – „Gleymi aldrei svipnum á læknunum þegar þeir skoðuðu nýjar myndir af hnénu“