fbpx
Þriðjudagur 24.nóvember 2020
Fókus

Segir frá því hvernig hún komst að því að eiginmaðurinn ætlaði að drepa hana

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 27. október 2020 09:05

Theresa Michaels opnaði sig um erfiða lífsreynslu. Mynd: KMOV4

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Móðir í Bandaríkjunum komst að því að eiginmaður hennar væri að leggja á ráðin um að drepa hana svo hann gæti fengið greidda út líftryggingu hennar.

Theresa Michaels hefur opnað sig um málið í viðtali við sjónvarpsstöðina KMOV4. Hún segir frá því þegar lögreglumenn bönkuðu upp á hjá henni í sumar og tjáðu henni að eiginmaður hennar væri að leggja á ráðin að myrða hana.

Theresa og Dallas Michaels, eiginmaður hennar, eiga saman þrjú börn. Theresa var á leið í ferðalag með fjölskyldunni til Kaliforníu þegar veröld hennar hrundi.

„Ég fékk áfall. Þetta voru svik af verstu sort,“ segir hún í viðtalinu.

Theresa og eiginmaður hennar, Dallas. Mynd: KMOV4

Kona kom upp um málið

Málið komst upp eftir að kona, sem hefur ekki verið nafngreind af lögreglu, hafði samband við yfirvöld og hélt því fram að Dallas Michaels ætlaði að myrða eiginkonu sína.

Hún sagði Dallas hafa rætt við sig um það margsinnis undanfarna sex mánuði. Hann ætlaði að setja deyfilyfið fentanyl í drykk hennar svo hún myndi deyja úr of stórum skammti. Hann ætlaði síðan að fá greidda út líftryggingu hennar.

Lögreglan komst yfir upptökur af símtölum Michaels og konunnar. Í einu símtalinu á hann að hafa sagt að hann væri að fara með fjölskylduna í frí til Kaliforníu og hann ætlaði að „gera þetta þá.“

Dallas Michaels ætlaði að kaupa fentanyl frá konunni en var handtekinn áður en viðskiptin áttu sér stað.

„Hann viðurkenndi að hafa talað við konuna um að drepa eiginkonu sína, en hélt því samt fram að hann hefði meiri áhuga á að drepa sjálfan sig,“ kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

Dallas Michaels hefur nú verið handtekinn og ákærður vegna málsins.

Samkvæmt lögreglu hafði Dallas staðið í framhjáhaldi og var meira að segja trúlofaður annarri konu, sem hafði ekki hugmynd um að hann væri giftur.

Theresa og börn hennar. Mynd: KMOV4

Fékk áfall

Þegar lögreglan sagði Theresu Michaels frá ráðabruggi eiginmanns hennar var hún í áfalli. En eiginmaður hennar skilur einnig hana og börn þeirra eftir í miklum fjárhagserfðleikum. Hún segir hann hafa logið til um fjárhagsstöðu þeirra og nú þarf hún að lýsa yfir gjaldþroti. Hún hefur einnig misst heimili fjölskyldunnar.

Theresa hefur stofnað GoFundMe síðu til að fá aðstoð á þessum erfiðu tímum. Hún er einnig að sækjast eftir skilnaði. Hún vonast til að ná að safna nóg pening til að „byrja upp á nýtt“ í öðru ríki í Bandaríkjunum.

„Ég veit að ég átti þetta ekki skilið. Þetta hefur verið alveg svakalegt ár og ég myndi þiggja hjálp ykkar um að hefja nýtt líf fyrir mig og börnin mín.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gekk í gegnum sáran missi -„Mér finnst ég sjálf hafa verið að koma upp úr kafinu“

Gekk í gegnum sáran missi -„Mér finnst ég sjálf hafa verið að koma upp úr kafinu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Lifði tvöföldu lífi eftir skilnaðinn – Kynlífsvinna, karlmannshárkollur og stinningarlyf

Sakamál: Lifði tvöföldu lífi eftir skilnaðinn – Kynlífsvinna, karlmannshárkollur og stinningarlyf
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir föðurmissinn hafa mótað og styrkt sig – „En ég er líka kvíðnari“

Segir föðurmissinn hafa mótað og styrkt sig – „En ég er líka kvíðnari“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sendi myndarlegan tvífara að hitta gamla skólafélaga

Sendi myndarlegan tvífara að hitta gamla skólafélaga