fbpx
Miðvikudagur 12.maí 2021
Fókus

Biður karlmenn um að hætta þessum „ógeðslega“ vana

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 27. október 2020 15:24

Nadia Bokody.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralski kynlífssérfræðingurinn Nadia Bokody biður karlmenn um að hætta „ógeðslegum“ vana og segir „eitraða karlmennsku“ hafa fengið nýja skilgreiningu.

Nadia skrifar reglulega pistla fyrir ástralska miðillinn News.au. Í nýjasta pistlinum segir hún að fjöldi karlmanna hugsi illa um hreinlæti og segir það gefa frasanum „eitruð karlmennska“ nýja merkingu.

Hún vísar í könnun frá árinu 2018. 84 prósent karlmanna sögðu að það væri „mjög mikilvægt“ að þvo sér um hendurnar eftir klósettferð, miðað við 91 prósent kvenna sögðu það sama.

Nadia segir að „þúsundir“ kvenna hafa leitað til Reddit og beðið um ráð um hvernig þær geta fengið eiginmenn sína til að hætta að skilja eftir bremsufar í nærbuxunum.

Tvískinnungur

„Kannski erum við ekki að skilja eitraða karlmennsku. Kannski vísar „eitruð“ í skelfilegu lyktina sem kemur frá óhreinum líkömum karlmanna,“ segir hún.

„En svona í alvöru, hreinlæti karlmanna og þessar hrikalega litlu kröfur sem við setjum þeim, sýnir tvískinnunginn þegar kemur að gagnkynhneigðum samböndum.“

Nadia segir að allar vinkonur hennar „fara í gegnum svakalega rútínu til að tryggja að píkan þeirra bæði líti vel út og lykti vel áður en þær stunda kynlíf.“

Hún nefnir nokkur dæmi, meðal annars laser-háreyðingu, sturtu fyrir kynlíf og að nota hreinsiklúta.

Veikar konur og skítugir karlar

„Það versta við þetta er að flestar þær konur sem ég talaði við sögðust hafa lent í því að karlkyns maki þeirra gerði lítið úr útliti eða lykt kynfæra þeirra, þrátt fyrir að þær hugsuðu um hreinlæti sitt á allt öðrum skala en þeir gætu nokkurn tíma ímyndað sér.“

Nadia bendir á að samkvæmt niðurstöðum rannsóknar BMC Women‘s Health þá nota 53 prósent kvenna hreinsisprey á kynfæri, þrátt fyrir að það auki líkur á bakteríusýkingu í leggöngum,

„Í stuttu máli þá erum við konur að bókstaflega þrífa okkur þar til við verðum veikar, á meðan karlmenn hvorki skeina sér né þrífa kynfærin sín,“ segir Nadia og bætir við að þetta þurfi að breytast og það sem fyrst.

Hún segir að konur þurfi að hætta að leyfa karlmönnum að komast upp með þetta, hætta að biðjast afsökunar á því sem er ekki þeim að kenna og hætta að leita til Reddit með vandamálin og tala við karlmennina sem um ræðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir fólk ljúga upp á Vefjuna eftir umdeildu ummæli Reynis – „Gjörsamlega búið að dauðadæma okkur og fyrirtækið okkar“

Segir fólk ljúga upp á Vefjuna eftir umdeildu ummæli Reynis – „Gjörsamlega búið að dauðadæma okkur og fyrirtækið okkar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – „Djöfull er ég gröð í þessa sól maður“

Vikan á Instagram – „Djöfull er ég gröð í þessa sól maður“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Á ég að segja vinkonu minni ef kærastinn er að halda framhjá henni? – Sendiboðinn verður drepinn

Á ég að segja vinkonu minni ef kærastinn er að halda framhjá henni? – Sendiboðinn verður drepinn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skemmtilegustu bílnúmer Íslands

Skemmtilegustu bílnúmer Íslands
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Atli Þór Fanndal – Í stríði gegn spillingu – „Þegar ég heyrði fyrst af þessu hristi ég bara höfuðið“

Atli Þór Fanndal – Í stríði gegn spillingu – „Þegar ég heyrði fyrst af þessu hristi ég bara höfuðið“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Segja Twitter vera nýja OnlyFans – Peningasendingar og nekt leyfð

Segja Twitter vera nýja OnlyFans – Peningasendingar og nekt leyfð
Fókus
Fyrir 5 dögum

Auðunn og Rakel eignuðust sitt annað barn í dag

Auðunn og Rakel eignuðust sitt annað barn í dag