fbpx
Mánudagur 25.janúar 2021
Fókus

Óprúttinn aðili braust inn til Línu og Gumma – „Mjög óþægi­legt og óhuggu­legt“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 26. október 2020 13:30

Lína Birgitta og Gummi Kíró.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lína Birgitta Sigurðardóttir, athafnakona og áhrifavaldur, varð fyrir því óláni að brotist var inn til hennar og kærasta hennar, Guðmunds Birkis Pálmasonar, betur þekktur sem Gummi Kíró, um helgina. Birgitta sagði frá innbrotinu á Instagram-síðu sinni en Mannlíf vakti athygli á því.

Óprúttinn aðili braust inn í geymsluna hjá Línu og Gumma og stal hjólinu hennar Línu. Hjólið hennar Línu var læst við hjól í eigu sonar Gumma. Óprúttni aðilinn klippti á lásinn sem læsti báðum hjólunum en tók þó bara hjólið hennar Línu.

„Eins og ég segi þá er þetta allt bara mjög óþægi­legt og óhuggu­legt,“ sagði Lína og brýndi fyrir fólki að læsa geymslunum sínum. Ég vil bara nýta minn miðil ef þið búið í Smára­hverf­inu að þið verðið kannski smá meðvituð um heim­ilið ykk­ar, geymsl­urn­ar ykk­ar og hjóla­geymsl­urn­ar ykk­ar,“ sagði hún. „Það eru margir að senda á mig að það voru mörg innbrot þessa helgi í nokkrum bæjarfélögum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eiginmaðurinn hefur aldrei séð hana „venjulega“ – Sjáðu viðbrögðin

Eiginmaðurinn hefur aldrei séð hana „venjulega“ – Sjáðu viðbrögðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Áströlsk sjónvarpsstjarna setti netið á hliðina – Er kjóllinn blár eða hvítur?

Áströlsk sjónvarpsstjarna setti netið á hliðina – Er kjóllinn blár eða hvítur?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Enn og aftur „vandræðalegt“ augnablik á milli fyrrverandi forsetahjónanna – „Melania er alveg búin“

Enn og aftur „vandræðalegt“ augnablik á milli fyrrverandi forsetahjónanna – „Melania er alveg búin“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Andrea: „Svona kemstu að því hvort maðurinn sé að halda framhjá þér“

Andrea: „Svona kemstu að því hvort maðurinn sé að halda framhjá þér“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Íbúar „kynlífshúss“ segja að Covid sé að eyðileggja orgíurnar

Íbúar „kynlífshúss“ segja að Covid sé að eyðileggja orgíurnar