fbpx
Fimmtudagur 26.nóvember 2020
Fókus

Ágúst ætlaði að panta bílbelti á Ali – „Þetta er það sem ég fékk sent“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 26. október 2020 11:17

Mynd/Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ágúst Bjarneyjarson, bíladellukall og faðir, ætlaði að nýta sér Ali Express til að panta sér öryggisbílbelti fyrir lítinn „Power Wheels“ bíl sem sonur hans keyrir. Ágúst fékk þó ekki það sem hann hafði pantað.

Þegar Ágúst opnaði pakkann frá Ali Express blasti við honum alls kyns kynlífsdót. „Þetta er það sem ég fékk sent frá Ali,“ segir Ágúst í færslu á Facebook-hópnum Brask og brall en Ágúst gaf DV góðfúslegt leyfi til að greina frá málinu.

„Augljóslega er þetta ekki 4 punkta öryggis bílbeltið sem ég pantaði,“ segir Ágúst en bendir þó á að vissulega er kynlífsdótið í sama lit og bílbeltið sem hann hafði pantað. „Það er víst ekki nóg í öllum tilfellum,“ segir hann.

Mynd/Aðsend

„Þar sem ég hef engan áhuga á að tjóðra niður og binda það sem ég borða í svefnherberginu… þá fæst þetta á sanngjörnu verði,“ segir hann í færslunni á sölusíðunni. „Þetta er voðalegt pjátur… gervileður á kínverskum heimsmælikvarða og þessir „járn“ hlekkir myndu allavegana ekki halda mér lengi… eflaust fínt fyrir byrjendur og forvitna sem leiðist heima í sóttkví… eða eðal tækifæris gjöf til að slá tengdasoninn út af laginu í möndlugjöfinni um komandi jól.“

Þá segir Ágúst að þetta sé allt saman staðsett á Eyrarbakka en að hann muni eflaust afhenda þetta á Stokkseyri. „Þar sem kynvillingarnir búa þar, þá er það eina vitið til afhendingar… en ef þið eruð feimin… já eða nú í sóttkví… þá er lítið mál að skella þessu í glæran plastpoka og í póst.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Daði og Gagnamagnið á lista Time yfir tíu bestu lög 2020

Daði og Gagnamagnið á lista Time yfir tíu bestu lög 2020
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndina: Svala Björgvins og Kristján fengu sér paratattú

Sjáðu myndina: Svala Björgvins og Kristján fengu sér paratattú
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gæludýrin í Hvíta húsinu

Gæludýrin í Hvíta húsinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrum forseti borgarstjórnar selur fallega íbúð á Vesturgötu

Fyrrum forseti borgarstjórnar selur fallega íbúð á Vesturgötu