fbpx
Fimmtudagur 26.nóvember 2020
Fókus

Einhleypar athafnakonur – Eldklárar og æðislegar

Fókus
Laugardaginn 24. október 2020 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Amor leggur ekki bogann á hilluna þó að samkomubann sé við lýði. Skjóta má ástar­örvum út um glugga eða í formi bréfa í gegnum sam­félagsmiðla og lúgur án þess að þríeykið nötri. Nokkrar íslenskar ofur­konur eru á lausu sem eiga það allar sameiginlegt að vera eldklárar í viðskiptum og hafa komið að fyrirtækjarekstri með góðum árangri. Íslenskar konur eru sannkallað náttúruafl.

Má þá til dæmis nefna Soffíu Steingrímsdóttur, hjúkr­unarfræðing og einn eigenda Kvennablaðsins, Sprettu og Sagafilm. Soffía er ekki bara eldklár í viðskiptum og vinnusöm því hún þykir líka áberandi skemmtileg auk þess sem hún bjargar mannslífum í starfi sínum hjá Landspítal­anum.

Soffía Steingríms Mynd: Facebook

Íris Björk Tanya Jónsdóttir, hönnuður og eigandi Vera De­sign, hefur stofnað ófá fyrir­tæki með góðum árangri. Hún hefur rekið tískuverslanir, hannað heimili og skartgripi og þykir ákaflega smekkleg. Íris getur komið hugmynd af blaði yfir í verslun á undra­verðum tíma og virðist hanna nýtt herbergi á heimili sínu á tveggja mánaða fresti.

Íris Björk Mynd: Facebook

Gyða Dan Johansen, fyrr­verandi hluthafi og stjórnar­kona í Emmessís og fyrrver­andi eiginkona Ara Edwald, er þekkt fyrir að vera hrókur alls fagnaðar og hugmynda­rík. Hún er útsjónarsöm í við­skiptum og ákaflega vel liðin.

Síðast en ekki síst má nefna Guðlaugu Kristbjörgu Kristinsdóttur, framkvæmdastjóra Stekks fjárfestingafélags og stjórnarformann Kviku Eignarstýringar, Securitas og Límtrés Vírnets. Gulla, eins og hún er kölluð, er sjarma­sleggja með mikinn áhuga á útivist og laxveiðum og er vinmörg og vinsæl.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Arna grét þegar hún sá myndina af sér – „Mér fannst ég bara skítug“‘

Arna grét þegar hún sá myndina af sér – „Mér fannst ég bara skítug“‘
Fókus
Fyrir 2 dögum

Konan sem uppljóstraði um framhjáhald í Reykjavík Síðdegis fræg á ný – „Klárlega í topp 5“

Konan sem uppljóstraði um framhjáhald í Reykjavík Síðdegis fræg á ný – „Klárlega í topp 5“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hjón á áttræðisaldri ósammála um sóttvarnaraðgerðir – „Mamma er eiginlega orðin hrædd við pabba“

Hjón á áttræðisaldri ósammála um sóttvarnaraðgerðir – „Mamma er eiginlega orðin hrædd við pabba“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Grænn heilsudrykkur og jólaskreytingar í Matur & heimili

Grænn heilsudrykkur og jólaskreytingar í Matur & heimili
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gekk í gegnum sáran missi -„Mér finnst ég sjálf hafa verið að koma upp úr kafinu“

Gekk í gegnum sáran missi -„Mér finnst ég sjálf hafa verið að koma upp úr kafinu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Lifði tvöföldu lífi eftir skilnaðinn – Kynlífsvinna, karlmannshárkollur og stinningarlyf

Sakamál: Lifði tvöföldu lífi eftir skilnaðinn – Kynlífsvinna, karlmannshárkollur og stinningarlyf